Lyftingaþing 2024

Ársþing Lyftingasambands Íslands var haldið í 52. skipti í húsnæði Íþrótta og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) þann 16. mars síðastliðin undir handleiðslu Valdimars Leó Friðrikssonar sem gegndi starfi þingforseta.

Kosið var um ný lög og nýjar mótareglur sem voru samþykkt samhljóða á þinginu en bíða nú samþykkar frá ÍSÍ. Helstu breytingar laga og reglna voru að samstilla þær betur reglum Alþjóða lyftingasambandsins (IWF) og koma efni og orðalagi aðeins inn í nútímann. Verða lögin og mótareglurnar birt á heimasíðunni öllum til yndislestrar.

Ný stjórn

F.H. Sigurður Darri Rafnsson landsliðsþjálfari, Magnús B. Þórðarson varastjórn, Birkir Örn Jónsson varastjórn, Hrund Scheving meðstjórn, Helga Hlín Hákonardóttir formaður, Harpa Þorláksdóttir meðstjórn, Erna Héðinsdóttir meðstjórn, Maríanna Ástmarsdóttir Framkvæmdastjóri og Ingi Gunnar Ólafsson landsliðsþjálfari.

Fjöldi stöðugilda innan stjórnar var fækkað með nýju reglunum en litlar breytingar voru á andlitum stjórnar þó embætti innan stjórnar kunni taka breytingum þegar stjórn skiptir með sér verkum. Breytingar á stjórn voru eftirfarandi.

Árni Rúnar Baldursson steig niður sem fulltrúi íþróttamanna og Gerald Brimir Einarsson steig niður úr varastjórn og tók við af Árna í þessu mikilvæga embætti.
Katla Björk Ketilsdóttir steig niður sem fulltrúi íþrótta manna og Erla Ágústsdóttir tók við af henni. Verða því Erla og Gerald raddir íþróttamanna innan stjórnar en einnig raddir íþróttamanna hvað varðar Norðurlandasambandið. Þá getur íþróttafólk leitað til varðandi ýmis málefni hvað íþróttina varðar og koma öllum spurningum og áhyggjum til stjórnar.

Magnús B. Þórðarson steig niður sem varaformaður og tók við kyndli í varastjórn.
Kári Walter og Eggert Ólafsson stigu niður úr varastjórn.
Birkir Örn Jónsson hélt sínu embætti þar.

Helga Hlín Hákonardóttir hélt sínu embætti sem formaður og í meðstjórnanda stöðum sitja nú Ásgeir Bjarnason, Erna Héðinsdóttir, Harpa Þoláksdóttir og Hrund Scheving.

Frábær árangur

Erla Ágústsdóttir

Erla Ágústsdóttir var heiðruð fyrir góðan árangur á Evrópumeistaramóti U23 þar sem hún nældi sér í tvær brons medalíur. Hún gat ekki mætt á þingið sjálft þar sem hún var heiðruð en var fenginn vöndur og 50.000 kr gjafabréf frá Icelandair í vikunni.
Þess má geta að Erla var í 8. sæti á Evrópumeistaramóti Senior í febrúar. Heldur öllum íslandsmetum í +87 kg flokki kvenna í Junior, U23 og Senior aldursflokkum.
Erla er önnur íslenska konan sem tekur 100 kg í snörun og er búin að næla sér í B lágmörk á Heimsmeistaramót Senior 2024.
Erla á best 100 kg í snörun á móti, 118 kg í jafnhendingu og 215 kg í samanlögðum árangri.
Hennar besti árangur hefði gefið henni 15. sæti á HM á síðasta ári og verður gaman að sjá hvað hún gerir á næstu mánuðum í aðdraganda HM. Einnig verð ég að nefna að Erla keppti á sínu fyrsta móti í september 2021 og hefur því aðeins keppt í íþróttinni í tvö og hálft ár sem segir meira um hennar metnað en þessi framkvæmdastjóri kemur orði á.
Til hamingju en frábæran árangur Erla!
Við erum ekkert smá stolt af þér og hlökkum til að sjá hvað í þér býr næstu árin!


Færðu inn athugasemd