Smáþjóðamótið í ólympískum lyftingum fer fram í Mónakó næstkomandi laugardag.
Mótið er liðakeppni þjóða sem hafa miljón íbúa eða færri og eru aðilar að Smáþjóðasambandinu.
Í ár keppa auk Íslands, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Monakó, San Marino líkt og áður en í ár bætast Gíbraltar og Færeyjar einnig í hópinn auk þess sem franski klúbburinn Saint Marcellin keppir sem gestur á mótinu en tekur ekki þátt í eiginlegri liðakeppni.
Í hverju liði keppa 2 senior karlar og 2 senior konur en auk þess er junior lið skipað 1 junior karli og 1 junior konu.
Mótið er Sinclairstigamót og verðlaunað fyrir stigahæsta liðið, stigahæsta lið karla og stigahæsta lið kvenna auk stigahæstu keppenda af hvoru kyni.
Þess má geta að 2023 sigraði Ísland liðakeppnina og á því titil að verja
Keppendurnir frá Íslandi eru:
Senior
Brynjar Logi Halldórsson
Kári Einarsson
Katla Björk Ketilsdóttir
Guðný Björk Stefánsdóttir
Junior
Þórbergur Ernir Hlynsson
Bríet Anna Heiðarsdóttir
Með þeim fara Sigurður Darri Rafnsson landsliðsþjálfari og Hlynur Skagfjörð Pálsson auk þess sem Erna Héðinsdóttir verður dómari á mótinu.
Ekki er enn ljóst hvort streymt verður frá mótinu, en fylgist vel með á samfélagsmiðlum og við komum upplýsingum um útsendingu þar inn ef af verður.