Guðný Björk Stefánsdóttir með nýtt íslandsmet í jafnhendingu 110kg

Evrópumeistaramótið í Sofiu í Búlgaríu heldur áfram og í dag keppti Guðný Björk Stefánsdóttir. Guðný keppti í B-hóp í -76kg flokki kvenna og var þetta hennar fyrsta stórmót í ólympískum lyftingum. Hún lyfti 85kg í snörun en klikkaði á 90kg og 92kg, hún á best 90kg. Í jafnhendingunni gekk hinsvegar allt upp og hún lyfti þar 104kg, 107kg og loks 110kg í lokalyftunni sem jafnframt var nýtt íslandsmet. Guðný var efst fjögurra keppenda í B-hópnum og endaði í 10.sæti í -76 flokknum. Hin ítalska Genna Romida Toko Kegne sigraði flokkinn með að lyfta 101kg í snörun og 126kg í jafnhendingu. Laura Horvath frá Ungverjalandi sem vann Crossfit leikana 2023 keppti einnig í flokknum og varð í 6.sæti þegar hún lyfti 90kg í snörun og 115kg í jafnhendingu.

Guðný með 85kg í snörun. Ljósmynd: Isaac Morillas Sanchez (www.worldweightliftingmedia.com)
110kg, nýtt Íslandsmet hjá Guðný. Ljósmynd: Isaac Morillas Sanchez (www.worldweightliftingmedia.com)

Enn eigum við svo tvo keppendur sem eiga eftir að ljúka keppni en þær keppa í sama hóp á mánudaginn:

Friðný Fjóla Jónsdóttir 19.Febrúar klukkan 12:00 á staðartíma -87kg B-hópur

Erla Ágústdóttir 19.Febrúar klukkan 12:00 á staðartíma +87kg B-hópur

Hægt er að fylgjast með mótinu beint á weightliftinghouse.tv og hægt er að sjá live scoreboard á easywl.

Í gær birtust lyfturnar hjá Eygló í sjónvarpsfréttum RÚV, einnig var viðtal við hana á mbl.is sem við hvetjum áhugasama til að lesa.

Færðu inn athugasemd