Katla Björk Ketilsdóttir í 22.sæti í -64kg flokk

Katla Björk Ketilsdóttir varð í 22.sæti á EM í dag þegar hún lyfti 84kg í snörun og 97kg í jafnhendingu. Alls kepptu 28 keppendur í flokknum sem er fjölmennasti kvennaflokkurinn á EM þrátt fyrir að vera ekki einn af ólympíuþyngdarflokkunum í París. Katla er óðum að ná fyrra formi eftir að hafa eignast barn á síðasta ári, í dag lyfti hún öllum lyftunum í snörun 78, 81 og 84kg. Í jafnhendingu lyfti hún opnunarþyngd 94kg, fór svo í 97kg sem hún missti jafnvægið í fyrri hluta lyftu. Hún kom svo til baka í þriðju tilraun og kláraði 97kg.

Hægt er að sjá úrslit hér og hér, einnig er hægt að sjá upptöku af keppninni og fylgjast með öðrum keppendum á weightliftinghouse.com.

Katla Björk með 84kg í snörun í lokatilraun. Ljósmynd: Isaac Morillas Sanchez (www.worldweightliftingmedia.com)

Ine Andersson lyftu mestu norðurlandabúa og varð í 12.sæti með 201kg sem er þó töluvert frá hennar besta en á ólympíulistanum OQR hefur hún mest lyft 212kg sem hún lyfti á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Hin danska Josephine Rehl varð í 18.sæti eftir að hafa lyft aðeins 77kg í snörun fór hún með allar jafnhendingarnar í gegn og lyfti 108kg í jafnhendingu sem er 1kg frá danska metinu.

Katla Björk með 97 í jafnhendingu í lokatilraun. Ljósmynd: Isaac Morillas Sanchez (www.worldweightliftingmedia.com)

Færðu inn athugasemd