Eygló Fanndal Sturludóttir keppir 16.Febrúar klukkan 15:00 á íslenskum tíma

Okkar besta lyftingakona keppir á í A-hóp -71kg flokki á Evrópumeistaramótinu í lyftingum sem fram fer í Sofia í Búlgaríu. Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið vel en aðeins eru tvö mót eftir sem telja til úrtöku fyrir ólympíuleikana, þetta evrópumeistaramót og svo lokamótið í Taílandi í Mars.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá mótinu á WEIGHTLIFTINGHOUSE og Scoreboard á EASYWL.

Í A-hóp hittir Eygló fyrir flesta þá keppendur sem hún hefur mætt á síðustu mótum, að þessu sinni eru tveir bandarískir keppendur í hópnum sem keppa á evrópumeistaramótinu því þeir fá ekki vegabréfsáritun til Venezuela til að keppa á Pan-American meistaramótinu sem fram fer í lok mánaðarins. Þeirra árangur telur í úrtökumótinu og til OQR (Olympic Qualification Ranking) en þær telja ekki í keppni á Evrópumeistaramótinu.

Hinir átta keppendurnir í A-hópnum eru í allar að reyna að qualify-a inn og eru þeir evrópubúar sem eru í efstu sætunum á OQR að frátalinni hinni frönsku Marie Josephe Fegue sem skráð er í -76kg flokkinn. Þær eru fyrir mótið í sætum 4-27 á OQR listanum en einhver smávægileg breyting hefur orðið á listanum eftir Afríku og Asíu meistaramótið sem ekki er búið að uppfæra og listinn verður ekki uppfærður fyrr en eftir að Pan-American og Eyjaálfa ljúka við sýn mót. Það má því búast við harðri keppni á morgun þar sem keppendur freista þess að klifra upp listann eða tryggja stöðu sína fyrir utan það að keppa um verðlaun á evrópumeistaramótinu. Efstu 10 keppendur á OQR listanum fá sjálfkrafa þátttökurétt í þyngdarflokknum á ólympíuleikunum í París, 1 sæti fer til efsta keppanda á OQR frá heimsálfu sem ekki hefur þegar fulltrúa (í þessum þyngdarflokk verður það mjög líklega Eyjaálfa) og eitt sæti til annaðhvort Frakklands eða svokallaðs universality sæti.

# á OQRNafnÞjóðTotalHópur á EM
2REEVES Olivia LynnUSA262A
4TOMA Loredana-ElenaROU256A
9VALODZKA SiuzannaAIN242A
10FEGUE Marie JosepheFRA241(-76kg) A
13MISERENDINO GiuliaITA233A
14STURLUDOTTIR Eyglo FanndalISL231A
18DAVIES SarahGBR229A
22SCHWEIZER Lisa MarieGER225A
23GOLD Celia HennaISR222A
27YLISOINI Anna Janette TellervoFIN219A
OQR listinn árangur keppenda er sá besti sem þeir hafa náð á einhverju af úrtökumótunum: https://iwf.sport/qualif2024/P2024_Qualification/
A-Hópur í -71kg flokki kvenna.

Færðu inn athugasemd