Katla Björk Ketilsdóttir keppir klukkan 10:00 á staðartíma (8:00) að íslenskum á morgun 15.Febrúar. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á weightliftinghouse.com og scoreboard á easywl.
Þuríður Erla Helgadóttir keppti í dag á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum, hún lyfti 78kg í snörun og 104kg í jafnhendingu. Hún opnaði á 78kg í snörun sem fóru nokkuð auðveldlega upp en klikkaði svo 2x á 82kg í annari og þriðju tilraun þar sem stöngin sat ekki vel í botnstöðunni. Í jafnhendingunni gekk allt upp og allar lyftur fóru í gegn 98kg, 101kg og 104kg og virtist hún eiga eitthvað inni þar.
Sjá úrslit hér , hér og neðar í fréttinni


Íslandsvinkonan Saara Retulainen átti stórgott mót og kom mjög að óvart þar sem hún snaraði 95kg (bæting á norðurlandametinu í -59kg flokki um 4kg) og jafnhenti 119kg sem er bæting á norðurlandametinu um 1kg. Þessi árangur tryggði henni bronsverðlaun samanlagt í -59kg flokknum og fer hún úr 27.sæti á OQR í það 16. (en á þó eftir að uppfæra listann eftir Asíu og Afríkuleikana).
Það má segja að keppni í A-hópi -59kg flokksins hafi verið „blóðug“ en alls féllu 5 af 12 keppendum úr leik enda verið að tefla djarft til að koma sér upp listann fyrir ólympíuleikana.
Hægt er að sjá beinar útsendingar og upptökur frá mótinu á weightliftinghouse.com

