Evrópumeistaramótið í Ólympískum Lyftingum 2024 : Dagskrá

Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum hefst mánudaginn 12.Febrúar og lýkur 20.Febrúar. Mótið er haldið í höfuðborg Búlgaríu, Sofíu. Ísland er með fjölda keppenda á mótinu þetta árið en alls eru sex keppendur sem keppa fyrir ísland, allir í kvenna flokki. Mótið er næst síðasta mót þar sem keppendur geta náð árangri fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, en allir keppendur geta keppt í sinni álfukeppni. Álfukeppnir Afríku og Asíu fóru fram í síðustu viku, Eyjaálfa og Pan-America halda sínar keppnir 21-25.Febrúar. Síðan hafa allar þjóðir þátttöku á síðasta mótinu (IWF World Cup) sem fer fram í Taílandi 31.Mars-11.Apríl.

Erna Héðinsdóttir er partur af dómarateymi mótsins og mun starfa í 18/36 keppnishópum í kviðdómi. Eins og áður hefur komið fram hefur Erna verið valin til þátttöku í dómarateymi IWF á Ólympíuleikunum í París í ár, lesa má meira um það hér.

Þjálfarateymi Íslands skipa: Ingi Gunnar Ólafsson, Sigurður Darri Ólafsson, Unnar Helgason og Helga Hlín Hákonardóttir.

Þjóðaríþrótt Búlgaríu eru ólympískar lyftingar og hafa þeir unnið alls 37 verðlaun í lyftingum á ólympíuleikum (12 gull, 17 silfur og 8 brons) sem er ótrúlega gott fyrir þjóð sem hefur talið 7-9 milljónir á þeim árum. 201 keppandi í kvennaflokki er skráður til leiks frá 36 evrópuþjóðum, einnig keppa á mótinu 6 bandarískir kvenn keppendur sem ekki fá vegabréfsáritun til Venezuela þar sem Pan-America meistaramótið fer fram í lok Febrúar. Einn kvenn keppandi keppir fyrir flóttamanna lið sameinuðuþjóðana WRT og sjö konur keppa undir merkjum hlutleysis AIN þar sem rússneskir og hvít-rússneskir keppendir sem geta fengið að keppa.

Allar upplýsingar um mótið má fá á síðu Evrópska lyftingasambandsins (EWF) , við munum gera grein fyrir keppninni hér á heimasíðu lyftingasambandsins og samfélagsmiðlum (facebook og instagram).

Dagskrá íslensku keppendana er eftirfarandi:

Þuríður Erla Helgadóttir 14.Febrúar klukkan 12:00 á staðartíma -59kg B-hópur

Katla Björk Ketilsdóttir 15.Febrúar klukkan 10:00 á staðartíma -64kg C-hópur

Eygló Fanndal Sturludóttir 16.Febrúar klukkan 17:00 á staðartíma -71kg A-hópur

Guðný Björk Stefánsdóttir 17.Febrúar klukkan 10:00 á staðartíma -76kg B-hópur

Friðný Fjóla Jónsdóttir 19.Febrúar klukkan 12:00 á staðartíma -87kg B-hópur

Erla Ágústdóttir 19.Febrúar klukkan 12:00 á staðartíma +87kg B-hópur

Þar sem aðeins er keppt í 5 þyngdarflokkum í París telja þeir keppendur sem keppa t.d. í -64kg flokk og -71kg flokk inn í -71kg flokk á svokölluðum úrtökulista fyrir ólympíuleikana (OQR) það er 61 keppandi og í -59 flokk eru það keppendur í -55kg og -59kg eða 46 keppendur. Sjá dreyfingu keppenda á þyngdarflokka hér að neðan.

Keppt verður í fimm þyngdarflokkum á ólympíuleikunum í París: -49kg, -59kg, -71kg, -81kg og +81kg

Ýtarlegri upplýsingar um keppnishópana má finna hér að neðan:

1 hugrenning um “Evrópumeistaramótið í Ólympískum Lyftingum 2024 : Dagskrá

  1. Bakvísun: Þuríður Erla hefur keppni á morgun (14.Febrúar) | Lyftingasamband Íslands

Færðu inn athugasemd