Reykjavíkurleikarnir í ólympískum lyftingum fóru fram Sunnudaginn 28.Janúar í Laugardalshöll. Að þessu sinni var haldin liðakeppni þar sem tveir karlar og tvær konur mynda lið. Fimm lið mættu til leiks, tvö frá Íslandi, tvö frá Danmörku og loks eitt lið frá frændum okkar í Færeyjum. Við þökkum nágrannaþjóðum okkar fyrir þátttökuna.
Heildarúrslit má sjá í afreksgagnagrunni sambandsins með því að ýta HÉR
Stighæsti karl keppandinn var daninn Jacob Panayotis sem snaraði 150kg og jafnhenti 190kg í -109kg flokki sem var nýtt danskt met í jafnhendingu og samanlögðum árangri 340kg.

Stigahæsta konan var Amalie Lövind sem snaraði 82kg og jafnhenti 102kg í -59kg flokknum.

Stigakeppnin virkar þannig að Sinclair árangur keppenda gefur þeim stig, stigahæsti keppandinn fær 10 stig og svo koll af kolli, síðan er lagður saman árangur karla og kvenna og það lið sem fær flest samanlögð stig sigrar.
| Reglur | Stig | KK | KVK |
| 1.sæti | 10 | Denmark Team 2 | Denmark Team 2 |
| 2.sæti | 9 | Denmark Team 1 | Denmark Team 1 |
| 3.sæti | 8 | Iceland Team 1 | Faroe Islands |
| 4.sæti | 7 | Iceland Team 2 | Denmark Team 2 |
| 5.sæti | 6 | Iceland Team 1 | Denmark Team 1 |
| 6.sæti | 5 | Denmark Team 1 | Iceland Team 1 |
| 7.sæti | 4 | Iceland Team 2 | Iceland Team 2 |
| 8.sæti | 3 | Denmark Team 2 | Iceland Team 1 |
| 9.sæti | 2 | Faroe Islands | Iceland Team 2 |
| 10.sæti | 1 | Faroe Islands | Faroe Islands |
Danmörk gerði sér lítið fyrir og raðaði sér í efstu tvö sætin og aðeins 1 stig sem skildi af liðin. Ísland kom þar á eftir og Færeyjar ráku lestina en mikið uppbyggingarstarf hefur átt sér stað í Færeyjum síðustu ár.
| Lið | KVK | KK | Samtals stig | Sæti |
| Denmark Team 2 | 13 | 17 | 30 | 1 |
| Denmark Team 1 | 14 | 15 | 29 | 2 |
| Iceland Team 1 | 14 | 8 | 22 | 3 |
| Iceland Team 2 | 11 | 6 | 17 | 4 |
| Faroe Islands | 3 | 9 | 12 | 5 |


