Bergrós Björnsdóttir og Gerald Brimir Einarsson sigruðu Jólamótið í ólympískum lyftingum

Í gær, sunnudaginn 17. Desember fór Jólamót Lyftingasambands Íslands fram á vegum Lyftingafélags Kópavogs, í húsnæði Sporthúsins.

Alls voru 31 keppandi á mótinu, 19 konur og 13 karlar.
Jólamótið er Sinclairstigamót og 3 efstu konur og 3 eftstu karlar verðlaunaðir út frá sinclairstigum.
Heildarúrslit mótsins má finna hér

Bergrós Björnsdóttir sigraði í kvennaflokki með 224,9 sinclair stigum. Hún lyfti 180kg sem er árangur til A lágmarka á heimsmeistaramót U17 en Bergrós er fædd 2007 og því 17 ára á næsta ári. Það var virkilega gaman að sjá Bergrósu aftur á lyftingakeppnispalli og ná sér í lágmörk á stórmót en hennar síðasta mót fyrir þetta var Heimsmeistaramót U17 í júní 2022.
Bergrós hefur einnig getið sér góðs orðstírs í crossfitheiminum síðustu ár.

Erla Ágústsdóttir varð í öðru sæti með 222,0 sinclairstig.  Hún lyfti 211 kg og er sá árangur til B lágmarka á EM senior og C lágmarka á HM senior. Erla á einnig eftir 1 ár í U23 á næsta ári.
Erla setti 6 Íslandsmet á mótinu. 115kg C&J var nýtt íslandsmet í U23 og 118kg íslandsmet í bæði U23 og Senior. Við þessar lyftur setti hún líka Íslandsmet í samanlagðri þyngd 208kg í U23 og svo 211kg í bæðu U23 og Senior.

Erla er á leið á Evrópumeistaramót í febrúar og verður virkilega gaman að fylgjast með þessari rísandi lyftinga konu sem kom heim með verðlaun á EM U23 á þessu ári.

Andrea Rún Þorvaldsdóttir varð í þriðja sæti með 212,18 sinclairstig og 170kg samanlagða þyngd í 71kg flokki. Þessi árangur hennar gefur henni C lágmörk á NM og við bjóðum Andreu velkomna inn í landsliðsæfingahópinn.
Andrea keppti siðast á Íslansmeistaramóti í febrúar árið 2019 og er frábært að fá hana aftur á lyftingapallinn með þennan flotta árangur.

Gerald Brimir Einarsson sigraði karlaflokkinn með 346,2 sinclair stig og samanlögð 285kg
Gerald hefur verið ötull í Íslandsmetabaráttunni í 89kg flokkinum og í gær reyndi hann við 165kg C&J metið sem ekki vildi alveg alla leið að þessu sinni.

Daníel Róbertsson hafnaði í öðru sæti með 317,4 stig og 265kg samanlagt.
Daníel er þrautreyndur keppandi og hefur keppt allar götur frá 2012 og á fjölmörgum Norðurlanda-, Evrópu- og Smáþjóðamótum.

Ögri Harðarson frá KA hafnaði í þriðja sæti með 304,1 sinclair stig og 245kg samanlögð kíló.
Þetta var aðeins hans annað mót og virkilega gaman að hafa keppendur frá Akureyri með á mótinu. Hann fagnaði bætingu í snörun eftir minnilega með afturábak heljarstökki við mikinn fögnuð áhorfenda.

Færðu inn athugasemd