Eygló sigraði B-hóp og endaði í 11.sæti í Katar með ný íslandsmet og jöfnun á norðurlandametum í snörun og jafnhendingu.

Eygló Fanndal Sturludóttir heldur áfram að gera það gott í vegferð sinni að ná þátttökurétti ólympíuleikunum í París 2024.

Mynd: All Things Gym – https://www.instagram.com/atginsta/

Í dag keppti hún í B-hóp í -71kg flokki kvenna og gerði sér lítið fyrir og sigraði hópinn eftir harða baráttu við hina suður-kóresku Minhee Mun sem lyfti 1kg minna en Eygló. Áður hafði hin Kólembíska Mari Sanches Perinan lyft 240kg í C-hóp en Mari var fyrir mótið í 6.sæti á heimslita/úrtökulista fyrir ólympíuleikana (OQR).

Heildarúrslit má sjá HÉR og HÉR.

Hægt er að horfa á útsendingu frá keppninni HÉR

  • Eygló lyfti öllum sex lyftunum
  • Á úrtökulista fyrir ólympíuleikana (OQR) fer hún úr 19-22.sæti upp í 14.sæti samkvæmt óstaðfestum útreikningum.
  • Upp fyrir Lisa Marie Schweizer (GER), Sarah Davies (GBR), Runa Segawa (JPN) og Joy Ogbonne Eze (NGR) sem allar voru meðal keppenda í dag og voru fyrir mótið ofar eða jafnar Eygló.
  • Aðeins einn evrópubúi náði betri árangri í dag í þyngdarflokknum, evrópumeistarinn Loredana-Elena Toma frá Rúmeníu sem varð áttunda með 238kg í samanlögðu.
  • 104kg í snörun sem var bæting á íslandsmeti hennar um 2kg sett á heimsmeistaramótinu í Doha í September síðastliðnum.
  • 104kg er einnig jöfnun á norðurlandameti hinnar sænsku Patriciu Strenius í snörun sem sett var á HM í Tashkent 2021.
  • 124kg í jafnhendingu var 1kg bæting á íslandsmeti og 127kg því alls 4kg bæting á fyrra meti Eyglóar sem hún setti í Doha.
  • 231kg í samanlögðum árangri var því 6kg bæting á hennar eigin íslandsmeti.
  • 231kg er jafnframt jöfnun á norðurlandameti áðurnefndar Strenius í -71kg flokki kvenna.
  • Skemmtileg staðreynd að 231kg dugðu Patriciu Strenius í bronsverðlaun á Heimsmeistaramótinu í Tashkent ’21 og vannst flokkurinn á 235kg. Það mót var haldið stuttu eftir Ólympíuleikana í Tokyo þar sem keppt var í -64kg flokk og -76kg flokk kvenna en ekki -71kg.
Eygló með 127kg og jöfnun á norðurlandameti í samanlögðum árangri. Skjáskot úr útsendingu.

Færðu inn athugasemd