Smáþjóðaleikarnir haldnir í Lúxemborg um helgina

Smáþjóðaleikarnir í Ólympískum lyftingum fara fram í Lúxemborg núna um helgin.
Mótið er liðakeppni þjóða sem hafa færri en miljón íbúa og eru aðilar að Smáþjóðasambandinu.
Samanlögð sinclair stig liðsins ræður þar úrslitum.

Bríet, Bjarki, Kári, Brynjar, Þurí og Ingi (á myndina vantar Kötlu Ketilsdóttur)

Í ár keppa auk Íslands, Kípur, Lúxemborg, Malta, Monakó og San Marino.

Í hverju liði keppa 2 senior karlar og 2 senior konur auk 1 junior karls og 1 junior konu.

Dagskrá mótsins – Það er 1 klst tímamismunur

Keppendurnir frá Íslandi eru:
Senior
Brynjar Logi Halldórsson – keppir á sunnudaginn kl. 13:15 á Íslenskum tíma
Kári Einarsson – keppir á laugardaginn kl. 13:40 á Íslenskum tíma
Katla Björk Ketilsdóttir – keppir á sunnudaginn kl. 09:00 á Íslenskum tíma
Þuríður Erla Helgadóttir – keppir á sunnudaginn kl. 09:00 á Íslenskum tíma

Junior
Bjarki Breiðfjörð Björnsson – keppir á laugardaginn kl. 13:40 á Íslenskum tíma
Bríet Anna Heiðarsdóttir – keppir á laugardaginn kl. 11:45 á Íslenskum tíma

Með þeim fara Ingi Gunnar Ólafsson landsliðsþjálfari og Erna Héðinsdóttir sem verður dómari á mótinu.

Okkur er ekki kunnugt um útsendingu frá mótinu, en fylgist með á samfélagsmiðlunum okkar.

Heildarkeppendalista má finna hér

Færðu inn athugasemd