Smáþjóðaleikarnir í Ólympískum lyftingum fara fram í Lúxemborg núna um helgin.
Mótið er liðakeppni þjóða sem hafa færri en miljón íbúa og eru aðilar að Smáþjóðasambandinu.
Samanlögð sinclair stig liðsins ræður þar úrslitum.

Í ár keppa auk Íslands, Kípur, Lúxemborg, Malta, Monakó og San Marino.
Í hverju liði keppa 2 senior karlar og 2 senior konur auk 1 junior karls og 1 junior konu.

Keppendurnir frá Íslandi eru:
Senior
Brynjar Logi Halldórsson – keppir á sunnudaginn kl. 13:15 á Íslenskum tíma
Kári Einarsson – keppir á laugardaginn kl. 13:40 á Íslenskum tíma
Katla Björk Ketilsdóttir – keppir á sunnudaginn kl. 09:00 á Íslenskum tíma
Þuríður Erla Helgadóttir – keppir á sunnudaginn kl. 09:00 á Íslenskum tíma
Junior
Bjarki Breiðfjörð Björnsson – keppir á laugardaginn kl. 13:40 á Íslenskum tíma
Bríet Anna Heiðarsdóttir – keppir á laugardaginn kl. 11:45 á Íslenskum tíma
Með þeim fara Ingi Gunnar Ólafsson landsliðsþjálfari og Erna Héðinsdóttir sem verður dómari á mótinu.
Okkur er ekki kunnugt um útsendingu frá mótinu, en fylgist með á samfélagsmiðlunum okkar.
Heildarkeppendalista má finna hér
