Maríanna Ástmarsdóttir hefur snúið aftur til starfa sem Framkvæmdastjóri LSÍ eftir fjarveru vegna fæðingarorlofa.

Hún mun í starfi sínu m.a. taka við erindum til Lyftingasambandsins í gegnum openbert netfang þess lsi@lsi.is, sjá um allan daglegan rekstur sambandsins í samráði við stjórn, sjá um skráningar á mót erlendis og fylgja eftir mótaframkvæmd innanlands.
Maríanna hóf störf fyrir Lyftingasambandið árið 2019.
Frá 1. apríl síðastliðnum hefur Erna Héðinsdóttir, ritari sambandisins leyst hana af og Árni Rúnar Baldursson þar á undan.
Við bjóðum Maríönnu velkomna aftur til starfa.