Um helgina fór fram Norðulandamót Senior í Landskrona í Svíþjóð
Ísland átti þar 11 keppendur, 9 konur og 2 karla.
Nældi Íslenski hópurinn sér í eitt gull, tvö silfur og tvö brons á mótinu.

Erla Ágústsdóttir varð norðurlandameistari í +87kg flokki og lyfti 93kg í snörun og 113kg í jafnhendingu, samanlagt 206kg sem er nýtt Íslandsmet í samanlögðu í U23.

Silfrin tóku Friðný Fjóla Jónsdóttir í 87kg flokki og Brynjar Logi Halldórsson í 89kg flokki.
Friðný lyfti 92 kg í snörun, 111 kg í jafnhendingu og 203kg samanlagt, sem jafnframt er C lágmark á EM.

Brynjar lyfti 133kg í snörun og 160kg jafnhendingu sem jafnframt er Íslandsmet í U23 í jafnhendingu. Samanlagt 293kg., sem jafnframt er C lágmark á EM en 2 kg frá hans besta árangri.

Sigurvegarinn í 89kg flokinum var Omed Alam með 330 kg samanlagt og var hann jafnframt stigahæsti karl mótsins.
Bronsin áttu Amalía Ósk Sigurðardóttir í 64kg flokki og Guðný Björk Stefánsdóttir 76 kg flokki.
Amalía Ósk lyfti 80kg í snörun, 87kg í jafnhendingu og samanlagt 178kg.

Guðný lyfti 90kg í snörun og 103kg í jafnhendingu, en það er 8 kg bætin í jafnhendingu á móti, samanlagt 193 kg og náði með því C lágmörkum á EM 2024.

Einnig er gaman að geta þess að Hrund Scheving setti íslandsmet í snörun í masters 45 ára 71kg flokki þegar hún henti 73 kg upp fyrir haus í snörun. Er þetta ígildi heimsmets í flokkinum, þótt það fáist ekki formlega skráð nema vera sett á mastersmóti.
Hún er jafnframt Íslandsmeistarinn okkar í skemmtilegum faganaðalátum.

Í liðakeppni kvenna hafnaði íslenska liðið í öðru sæti.
Heildarúrslit mótsins má finna á:
results.lsi.is og
https://nordicweightlifting.com/results/
Myndir frá mótinu má finna á
https://perwiklund.se/tyngdlyftning-1