Haustmóti Lyftingasambands Íslands og Ægir gym lauk í gær.


Mótið var sinclair-stigamót og þrjár eftstu konur og þrír efstu karlar m .v. sinclair stig verðlaunarðir.

Í kvennaflokki sigraði Telma Mist Oddsdóttir með 214,7 sinclair stig, önnur var Erla Ágústsdóttir með 209,2 sinclair stig og í þriðja sæti Selma Gísladóttir með 180,3 sinclair stig.

Mynd: Árni Rúnar Baldursson

Í karlaflokki sigraði Svanur Þór Vilhjálmsson með 293,6 sinclair stig, annar var Viktor Freyr Vilhjálmsson með 249,7 sinclair stig og þriðji Aron Kristinn Ágústsson með 229,3 sinclair stig.

Mynd: Árni Rúnar Baldursson

Heildarúrslit mótsins má finna á results.lsi.is

Þónokkur Íslandsmet voru sett á mótinu.
Í kvennaflokki var það Þórdís Viðarsdóttir sem er fædd 2009 og keppti í 49kg flokki sem setti Íslandsmet í öllum sínum lyftum í U15 flokkinum. Hennar lokatölur voru 31kg snatch, 43kg C&J og 74kg samanlagt.

Thelma Mist Oddsdóttir, fædd 2002, sigurvegari mótsins í kvennaflokki setti Íslandsmet í U23, 59kg flokki þegar hún tók 85kg C&J. 

Erla Ágústsdóttir, fædd 2001, setti Íslandsmet í snörun  í bæði Senior og U23 í +87kg flokki þegar hún snaraði 95 kg.  Hún gerði svo tilraun til að bæta það í næstu lyftu á eftir þegar hún reyndi við 97kg sem ekki vildu alveg alla leið í dag.

Í karlaflokki setti Svanur Þór Vilhjálmsson, fæddur 2000, sigurvegari í karlaflokki,  Íslandsmet í U23 109kg flokki þegar hann tók 118kg snatch, 144kg C&J og því 262kg samanlagt.  Hann reyndi einnig við 120kg snatch sem ekki vildi alla leið í dag.

Fleiri myndir frá mótinu má finna HÉR

Tveir dómarar bættust svo í landsdómarahóp Lyftingasambandsins á mótinum.
Þeir Ingólfur Pétursson og Viktor Ýmir Elíasson.

Færðu inn athugasemd