Mótið var sinclair-stigamót og þrjár eftstu konur og þrír efstu karlar m .v. sinclair stig verðlaunarðir.
Í kvennaflokki sigraði Telma Mist Oddsdóttir með 214,7 sinclair stig, önnur var Erla Ágústsdóttir með 209,2 sinclair stig og í þriðja sæti Selma Gísladóttir með 180,3 sinclair stig.

Í karlaflokki sigraði Svanur Þór Vilhjálmsson með 293,6 sinclair stig, annar var Viktor Freyr Vilhjálmsson með 249,7 sinclair stig og þriðji Aron Kristinn Ágústsson með 229,3 sinclair stig.

Heildarúrslit mótsins má finna á results.lsi.is
Þónokkur Íslandsmet voru sett á mótinu.
Í kvennaflokki var það Þórdís Viðarsdóttir sem er fædd 2009 og keppti í 49kg flokki sem setti Íslandsmet í öllum sínum lyftum í U15 flokkinum. Hennar lokatölur voru 31kg snatch, 43kg C&J og 74kg samanlagt.

Thelma Mist Oddsdóttir, fædd 2002, sigurvegari mótsins í kvennaflokki setti Íslandsmet í U23, 59kg flokki þegar hún tók 85kg C&J.

Erla Ágústsdóttir, fædd 2001, setti Íslandsmet í snörun í bæði Senior og U23 í +87kg flokki þegar hún snaraði 95 kg. Hún gerði svo tilraun til að bæta það í næstu lyftu á eftir þegar hún reyndi við 97kg sem ekki vildu alveg alla leið í dag.

Í karlaflokki setti Svanur Þór Vilhjálmsson, fæddur 2000, sigurvegari í karlaflokki, Íslandsmet í U23 109kg flokki þegar hann tók 118kg snatch, 144kg C&J og því 262kg samanlagt. Hann reyndi einnig við 120kg snatch sem ekki vildi alla leið í dag.


Fleiri myndir frá mótinu má finna HÉR
Tveir dómarar bættust svo í landsdómarahóp Lyftingasambandsins á mótinum.
Þeir Ingólfur Pétursson og Viktor Ýmir Elíasson.
