Okkar fremsti dómari í ólympískum lyftingum Erna Héðinsdóttir hefur formlega verið valin til þátttöku í dómarateymi Ólympíuleikana í París 2024. Þetta er æðsti heiður sem dómara getur hlotnast í greininni en Erna lauk dómaraprófi 2014, síðar lauk hún alþjóðlegum réttindum (Cat. 2) árið 2016 og (Cat. 1) árið 2021 sem er hæsta dómaragráða alþjóðalyftingasambandsins (IWF). Þá hefur hún sótt þau endurmenntunarnámskeið sem í boði eru á vegum evrópska lyftingasambandsins EWF og IWF.

Erna hefur verið lykilmanneskja í dómgæslu á Íslandi síðustu 9 ár en einnig hefur hún dæmt á fjölda alþjóðlegra móta. Síðustu tvö ár eftir að hún lauk (Cat.1) prófinu þá hefur hún ásamt Lárus Pál Pálssyni sem er hinn íslenski dómarinn sem hefur þessi æðstu réttindi tekið yfir dómaramenntun á Íslandi en hingað til hefur sambandið alltaf fengið erlenda aðila til að kenna efnið og því hægt að halda fleiri og minni námskeið til að fjölga íslenskum dómurum. Það næsta mun fara fram 28-30.September (sjá frétt og skráningarform neðar á síðunni).

Dómarar sinna mörgum skildum á stórmótum og á ensku kallast þetta tæknifulltrúi (e. Technical Official). Ekki eru aðeins þrír dómarar sem dæma lyftur heldur er fimm manna kviðdómur (á ólympíuleikum og heimsmeistaramótum annars þrír), keppnisstjóri, eftirlitsmenn, ritari, tímavörður og læknir. Alls voru 48 dómarar valdir þar af 14 frá Evrópu, sjö konur og sjö karlar og er Erna ein af þeim. Haldin var einskonar general prufa fyrir ólympíuleikana í París í ágúst síðastliðnum þar sem Erna var meðal þáttakenda og má segja að það hafi verið loka próf áður en dómarar voru valdir.

Erna segist þakklát fyrir þá leiðsögn sem hún hefur fengið frá reynslumeiri dómurum erlendis en sérstaklega frá finnanum Taisto Kuoppala sem kenndi fyrsta námskeiðið sem hún tók 2014, hinni dönsku Tina Beiter og ótal fleirum sem hafa hvatt hana statt og stöðugt til að ná sér í reynslu. Hún hefur einnig fundið meðbyr og stuðning stjórnar evrópska lyftingasambandsins – EWF á þessar vegferð hennar að Ólympíuleikunum.

í Chisinau í Moldóvu núna í sumar
Lyftingasambandið óskar Ernu til hamingju með að vera að fara á Ólympíuleikana 2024!
Þau alþjóðlegu mót sem Erna hefur dæmt á síðustu ár eru fjölmörg eins og sést hér að neðan:
2023 Evrópumeistaramót Unglinga U20 og U23
2023 Evrópumeistaramót Unglinga U17
2023 Evrópumeistaramót Fullorðinna
2023 Reykjavíkurleikarnir
2022 Norðurlandameistaramót Unglinga U17 og U20
2022 Smáþjóðleikarnir í ólympískum lyftingum
2022 Evrópumeistaramót Unglinga U20 og U23
2022 Evrópumeistaramót Unglinga U17
2022 Evrópumeistaramót Fulorðinna
2022 Reykjavíkurleikarnir
2021 Norðurlandameistaramót Unglinga U17 og U20
2021 Norðurlandameistaramót Fullorðinna
2021 Evrópumeistaramót Unglinga U20 og U23
2021 Reykjavíkurleikar