Um helgina fór fram IWF Level 2 þjálfaranámskeið á vegum lyftingasambandsins.

Hin finnska Karoliina Lundahl IWF Coach Developer kom hingað frá Svíþjóð,þar sem hún er búsett, til að kenna námskeiðið. Námskeiðið er haldið með styrk frá IWF Development Program og sóttu 19 þjálfarar og íþróttamenn námskeiðið frá flestum lyftingafélögum landsins.

Karoliina var sjálf keppnis kona í lyftingum á hæsta stigi og m.a. Heimsmeistari 1994 og 1998. Hún hefur í seinni tíð komið að þjálfun fjölmargra finnskra lyftingamanna og kvenna ásamt því að vera núverandi formaður finnska lyftingasambandsins sem og norðurlanda sambandsins.

Námskeiðið hófst kl. 17:00 á föstudegi fram til 13:00 á sunnudegi og fól í sér bæði fyrirlestra og verklegar æfingar. En Karoliinu finnst mikilvægt að tengja saman fræðilega hlutann í fyrirlestraformi og hvernig hægt er að færa þá þekkingu inn í æfingar.

Þetta námskeið var hugsað sem eins konar framhaldsnámskeið það er að þeir sem hafa komið að þjálfun og iðkun á ólympískum lyftingum fá aukna þekkingu til að vinna með sínum íþróttamönnum og koma þeim í fremstu röð. Rauði þráðurinn í námskeiðinu var að byggja ofan á fyrri þekkingu og þátttakendu tóku mjög virkan þátt í umræðum og verklegum æfingum.
Fyrirlestrarnir fór fram í fyrirlestrar sölum Íþróttasambands Íslands og verklegar æfingar hjá Lyftingafélagi Reykjavíkur.

Lyftingasambandið þakkar IWF fyrir styrkinn til að auka tækifæri í þjálfaramenntun lyftingaþjálfara á Íslandi og að lyfta enn betur undir og fjölga þjálfurum með sérþekkingu í Ólympískum lyftingum. Þessi þekking nýtist ekki aðeins fyrir keppnisfólk í ólympískum lyftingum heldur styður þekkinging við aðrar íþróttir sem nýta sér ólympískar lyftingar við þjálfun.

Við þökkum Karoliinu kærlega fyrir hennar framlag og hlökkum til að nýta þá þekkingu sem hún kom með til okkar.