Þessa dagana fer Senior Heimsmeistaramótið í Ólympískum lyftingum fram í Riyadh í Saudi Arabíu.
Ísland á þrjá keppendur á mótinu.
Hægt er að fylgjast með mótinu á Facebook síðu IWF eða með því að kaupa sér aðgang á weightliftinghous.com

Amalía Ósk Sigurðardóttir keppir í 64 kg flokki 9. september kl. 9:00 (6:00 á íslenskum tíma).
Katla Björk Ketilsdóttir keppir í 64kg flokki 9. september kl. 9:00 (6:00 á íslenskum tíma).
Alls eru 46 keppendur í 64kg flokknum í 4 riðlum.
Útsending hér

Eygló Fanndal Sturludóttir keppir í 71kg flokki 13. september kl. 11:30 (8:30 á íslenskum tíma)
Alls eru 56 keppendur í 71kg flokknum í 5 riðlum og keppir Eygló í B riðli.
Útsending hér

Upplýsingar og tímaseðli mótsins má finna á heimasíðu IWF – https://beta.iwf.sport/
Amalía Ósk og Katla Björk keppa eins og áður segir báðar í 64 kg flokki.
Senior Íslandsmetin í þeim flokki eru 88kg snatch, 107kg C&J og 194kg í samanlögðu.
U23 Íslandsmetin (en Katla er enn í þeim flokki) eru 88kg snatch, 106kg C&J og 194kg í samanlögðu og á Katla Björk öll þau met frá Evrópumeistaramótinu í maí 2022
Amalía Ósk á best 84kg snatch, 103kg C&J og 183kg í samanlögðu.
Eygló Fanndal keppir í 71 kg flokki.
Hennar besti árangur er jafnframt Íslandsmet í Senior og U23.
Íslandsmetin eru 100kg snatch, 121kg C&J og 220kg í samanlögðu.
En kynnumst keppendunum aðeins betur:
Amalía Ósk Sigurðardóttir

Hvenær byrjaðir þú að æfa lyftingar?
Árið 2016 prófaði ég fyrst ólympískar lyftingar.
Hvers vegna fórstu að æfa lyftingar?
Ég keppti á fyrsta mótinu mínu í desember 2016 án þess að kunna neitt eða vita neitt um ólympískar lyftingar, ég datt í rauninni bara inná þetta mót því það var haldið á sama stað og ég var að þjálfa á í Boot Camp Sporthúsinu og það vantaði keppendur. Ég byrjaði síðan að fullri alvöru í íþróttinni árið 2019 eftir að ég varð íslandsmeistar overall kvenna og í mínum þyngdarflokk (-64) á íslandsmeistaramótinu. Síðan þá hafa ólympískar lyftingar átt hug minn og hjarta.
Stundaðir þú aðra íþrótt/íþróttir áður en þú fórst í lyftingar?
Hverjar og hver eru helstu afrekin þín þar?
Allur minn grunnur kemur úr Boot Camp og byrjaði ég að æfa það sem unglingur eftir að hafa prófað margar íþróttir sem ég fann mig aldrei í.
Hver er uppáhalds (eftirminnilegasta) lyftan þín á ferlinum og hvers vegna? (Í keppni eða á æfingu)
Hver er uppáhalds (eftirminnilegasta) lyftan þín á ferlinum og hvers vegna? (Í keppni eða á æfingu)
Hver eru þín stærstu afrek í lyftingum hingað til?
Nokkuð mörg íslandmet og íslandsmeistaratitlar. Einnig að keppa á HM og EM.
Hver er þín helsta fyrirmynd í lyftingum og hvers vegna?
Ég á mér enga fyrirmynd en Sarah Davies og Mattie Rogers eru algjörir töffarar.
Hvað myndir þú segja við unga lyftara sem eru að byrja í lyftingum og þú værir helsta fyrirmynd þeirra?
Njóttu ferðalagsins eins mikið og þú getur, það er það sem skiptir mestu máli þegar uppi er staðið en ekki áfangastaðurinn. Ekki reyna að komast á toppinn á einni nóttu, það er ekki hægt og ekki fara framúr þér.
Katla Björk Ketilsdóttir

Hvenær byrjaðir þú að æfa lyftingar?
2015
Hvers vegna fórstu að æfa lyftingar?
Byrjaði í crossfit og fannst lyftingar skemmtilegar
Stundaðir þú aðra íþrótt/íþróttir áður en þú fórst í lyftingar?
Hverjar og hver eru helstu afrekin þín þar?
Fimleika og crossfit. Keppti á heimsleikum í 16-17 ára árið 2018
Hver er uppáhalds (eftirminnilegasta) lyftan þín á ferlinum og hvers vegna? (Í keppni eða á æfingu)
Clean and Jerka 100kg í fyrsta skipti er lyftan sem ég man mest eftir.
Hver eru þín stærstu afrek í lyftingum hingað til?
194kg total á EM 2022 fullorðinna.
Hver er þín helsta fyrirmynd í lyftingum og hvers vegna?
Engin sérstök fyrirmynd. Skemmtilegt að fylgjast með öllum sterku lyfturunum bara.
Hvað myndir þú segja við unga lyftara sem eru að byrja í lyftingum og þú værir helsta fyrirmynd þeirra?
Setja tækni nr. 1, 2 og 3. Hafa gaman, lyftingarnar eiga að vera skemmtilegar.
Annað sem þig langar að komi fram…
Er ótrúlega spennt að keppa aftur eftir barnsburð.
Eygló Fanndal Sturludóttir

Hvenær byrjaðir þú að æfa lyftingar?
Kynntist lyftingum í gegnum fimleika og crossfit en byrjaði ekki að einblína á lyftingar fyrr en seinni part árs 2020
Hvers vegna fórstu að æfa lyftingar?
Komst inn á NM junior 2020 þannig ákvað að taka hlé í crossfit og setja allan fókus á að æfa fyrir það. Svo fór boltinn bara að rúlla og ég hef ekki tekið crossfit æfingu síðan.
Stundaðir þú aðra íþrótt/íþróttir áður en þú fórst í lyftingar?
Hverjar og hver eru helstu afrekin þín þar?
Já var í áhaldafimleikum og hópfimleikum. Man ekki alveg hvaða afrek voru þar en náði einhverjum Íslandsmeistaratitlum og keppti á NM í hópfimleikum.
Hver er uppáhalds (eftirminnilegasta) lyftan þín á ferlinum og hvers vegna? (Í keppni eða á æfingu)
Það verður að vera fyrsta skipti sem ég snaraði 100 kg. Mun aldrei gleyma tilfinningunni og hvað ég var ánægð þegar ég náði því loksins. Mun alltaf vera mjög stolt af þeirri lyftu.
Hver eru þín stærstu afrek í lyftingum hingað til?
Klárlega 3 gull á Evrópumeistaramóti U23 og að eiga þyngsta total íslenskra kvenna.
Hver er þín helsta fyrirmynd í lyftingum og hvers vegna?
Ég lít mikið upp til Mattie Rogers þar sem mér finnst hún gott dæmi um að þú þarft ekki að vera með allt upp á tíu um leið og þú byrjar til að geta náð árangri. Árangurinn kemur ef þú ert tilbúinn að leggja þig fram og gera þitt besta. Ég man þegar ég byrjaði að lyfta gat ég ekki gert fulla hnébeygju jafnvel þótt ég væri í lyftingarskóm. En það kom með æfingunni og ég er glöð að ég lét það ekki stoppa mig í því að æfa af fullum krafti og reyna að bæta mig.
Hvað myndir þú segja við unga lyftara sem eru að byrja í lyftingum og þú værir helsta fyrirmynd þeirra?
Hafa gaman á æfingu og taka þátt á mótum og setja sér markmið. Það er svo gaman að æfa þegar maður hefur einhver markmið til að vinna að.