IWF þjálfarnámskeið 2023

Dagana 22. – 24. september stendur Lyftingasamband Íslands fyrir þjálfaranámskeiði.
IWF Level 1 og IWF Level 2. Sjá dagskrá hér fyrir neðan.
Karoliina Lundahl, IWF Coach Developer mun kenna námskeiðið.
Þátttakendur þurfa að hafa haldbæra þekkingu á grunnatriðum ólympískra lyftinga s.s. að  hafa æft, keppt eða þjálfað lyftingar. Þátttakendur þurfa að vera skráðir í lyftingafélag.
Til að nýta tímann sem best munu þátttakendur fá námsefnið sent fyrir námskeiðið og gert er ráð fyrir að þeir lesi sjálfir Level 1 efnið. Það er grunnefni og flestir þátttakendur ættu að vera nú þegar með haldbæra þekkingu á því efni.
Það er því hægt að fara beint í Level 2 námsefnið á námskeiðinu sjálfu og nýta þannig tímann með Karoliinu sem best.

Skráningargjald er 10.000,- kr og skal leggja það inn á reikning lyftingasambandsins til að staðfesta skráningu.
Námskeiðið er styrkt af IWF Development Program og því getum við boðið meðlimum lyftingafélaga þetta á þessu frábæra verði.

Kt. 430275-0119 Rnr. 0311-26-002992

Fyrirlestrarnir fara fram í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg, sal C og verklegir tímar í Crossfit Reykjavík.

Léttar veitingar og hádegisverður á laugardeginum er innifalinn í verði. Hámarks þáttakendafjöldi er 30

Skráning hér

Færðu inn athugasemd