Alma Hrönn Káradóttir var í 3. sæti af 6 keppendum í 35-40 ára 76kg flokki á Masters Heimsmeistaramótinu í Wieliczka – Póllandi.

Hún var með 71kg snörun, 91kg C&J og 162kg samanlagt.

Hún opnaði í 68kg snörun sem virtist vera mjög létt fyrir hana. Hún hækkað því næst í 71 kg sem sem flaug fallega upp. Hún hækkaði þá 75kg en eitthvað hitti hún illa á hana og sleppti stönginni áður en hún fór undir hana.
Alma var í 3. sæti eftir snörunina.

Í C&J opnaði Alma í 88kg sem hún tók nokkuð örugglega. Hún hækkaði því næst í 91kg sem einnig fóru upp. Hún hækkaði þá í 93kg, kláraði cleanið en jerkið vildi ekki alla leið og niðurstaðan 2. sætið í C&J og 3. sæti í samanlögðu með 162kg.

Innilega til hamingju með árangurinn Alma.
Mótinu er nú lokið og íslensku keppendurnir hafa svo sannarlega staðið sig frábærlega.