Ingunn í 2. Sæti á Masters Heimsmeistaramót

Ingunn Lúðvíksdóttir var í 2. sæti af 7 keppendum í 45-49 ára 76kg flokki á Masters Heimsmeistaramótinu  í Wieliczka – Póllandi.

Hún var  70kg snörun, 85kg C&J og 155kg samanlagt. 

Hún opnaði í 62kg snörun sem virtist vera mjög létt fyrir hana. Hún hækkað þvínæst í 65 kg sem einnig virtust vera lítið mál. Hún hækkaði þá 70kg og sú lyfta flaug einnig upp.
Ingunn var í 2. Sæti eftir snörunina.


Í C&J opnaði Ingunn í 82kg sem hún tók nokkuð örugglega. Hún hækkaði því næst í 85kg sem einnig fóru upp. Hún hækkaði þá í 90kg kláraði lyftuna og fékk tvö hvít og eitt rautt ljós frá dómurum en juryið snéri lyftinni í no lift. 

Niðurstaðan 2. sætið í C&J og 2. sæti sæti í samanlögðu með 155kg. 
Innilega til hamingju með árangurinn Ingunn.

Færðu inn athugasemd