Árdís í 2. sæti á Masters Heimsmeistaramóti

Árdís Grétarsdóttir landaði 2. sæti af 7 keppendum í 50-54 ára 64kg flokki á Masters Heimsmeistaramótinu  í Wieliczka – Póllandi.
Hún snaraði best 57kg, náði 72 kg í C&J og 129kg samanlagt. 

 Þess má geta að þetta er aðeins hennar þriðja mót á eftir einu Íslandsmeistaramóti og Evrópumeistaramóti nú í maí. Hennar besti árangur fyrir mótið var  55kg snatch, 70kg C&J og 125kg samanlagt svo þetta eru bætingar í öllum lyftum og virkilega gaman á sjá svona framfarir hjá henni. 

Hún opnaði í 55kg fallegri gildri snörun, hækkaði því næst í 57kg sem hún komst ekki alveg undir en hélt sig við þá þyngd í þriðju tilraun. Lyfti strax á eftir sjálfri sér  og fékk því aðeins 2 mínútur milli lyfta, en kláraði 3 tilraunina sína fullkomlega og niðurstaðan 57kg snörun. 2kg bæting á hennar besta árangri á móti og 2. sætið í snörun í hópnum.

Í C&J opnaði hún í 68kg sem fóru nokkuð auðveldlega upp. Hún hækkaði því næst í 70kg sem er jöfnun á hennar besta árangri og sú lyfta fór einnig upp. Í þriðju tilrauninni fór hún í 72kg sem einnig fóru upp. Svo hún er með 2kg bætingu í C&J og 2. sætið í þeim hluta.


Samanlagt eru þetta því 129kg og 2. sætið í heild á Heimsmeistaramóti sem er frábær árangur á aðeins hennar þriðja móti.


Innilega til hamingju Árdís.

Færðu inn athugasemd