Helga Hlín í 4. sæti á Masters Heimsmeistaramóti

Helga Hlín Hákonardóttir hafnaði í 4. sæti af 9 keppendum á Masters Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Wieliczka – Póllandi þessa dagana.
Hún keppir í 50-54ára, 59kg flokki.
Hún snaraði 55kg og náði 67kg í C&J og 122kg samanlagt. 

Helga  opnaði með 55kg snörun sem hún fékk gilda, hækkaði því næst í 58kg en eitthvað sáu dómararnir athugavert við þá lyftu og gáfu henni tvö rauð og eitt hvítt. Hún hækkaði svo í 60kg í síðustu lyftunni sinni en komst því miður ekki undir hana og datt afturfyrir sig.
Í C&J opnaði hún með 67kg gildri lyftu, hækkaði í 71kg en sú lyfta var dæmd ógild og endaði á að reyna við 73kg en náði ekki að cleana henni.

Niðurstaðan því 4. sætið í snatch, 4. sætið c&J og 4. sætið samanlagt.

Færðu inn athugasemd