Í gær hófst Masters heimsmeistaramótið 2023 í Wieliczka – Póllandi
Ísland á 5 keppendur á mótinu og eiga þær allar góða möguleika á að komast á pall ef vel gengur.

| Keppandi | Keppnisdagur | Tími Pólland | Tími Ísland/ weigh in | Aldurs- flokkur | Þyngdar- flokkur | pallur |
| Helga Hlín Hákonardóttir | 21/08/23 | 15:50 | 13:50 | 50 | 59 | B |
| Árdís Grétarsdóttir | 22/08/23 | 9:00 | 7:00 | 50 | 64 | A |
| Hrund Scheving | 23/08/23 | 9:00 | 7:00 | 45 | 71 | A |
| Ingunn Lúðvíksdóttir | 23/08/23 | 9:00 | 7:00 | 45 | 76 | B |
| Alma Hrönn Káradóttir | 26/08/23 | 12:00 | 10:00 | 35 | 76 | A |
Tímaseðil og startlista má finna á heimasíðu mótsins:
https://www.imwla.com/world-championship-2023
Útsending frá mótinu er youtube-rás Polmaster
https://www.youtube.com/@polmasters2154/streams
Helga Hlín Hákonardóttir, formaður Lyftingasambandsins, stígur fyrst á pallinn af Íslensku keppendunum á mánudaginn 21. ágúst kl. 13:50 á Íslenskum tíma. Helga á best 58kg í snatch, 71kg í C&J og 127kg samanlagt.
Árdís Grétarsdóttir keppir á þriðjudaginn 22. ágúst kl. 7:00 á íslenskum tíma. Þess má geta að þetta er aðeins hennar þriðja mót á eftir einu Íslandsmeistaramóti og Evrópumóti nú í maí. Hennar besti árangur er 55kg snatch, 70kg C&J og 125kg samanlagt.
Hrund Scheving keppir miðvikudaginn 23. ágúst kl. 07:00 á Íslenskum tíma. Hrund er reynsluboltinn í hópnum og hefur keppt á fjölmörgum mótum frá árinu 2013. Hennar bestu tölur eru 78kg snatch, 96kg C&J og 174kg samanlagt frá árinu 2018. Hún átti svo í meiðslabrasi sem hún vann sig í gegnum. Á Evrópumeistaramót Masters í maí átti hún 72kg snatch, 93kg C&J og 165kg samanlagt sem allt var jöfnun á heimsmetum. Við bíðum spennt eftir bætingum hjá Hrund og vonandi nýjum heimsmetum og heimsmeistaratitili.
Ingunn Lúðvíksdóttir keppir einnig á miðvikudaginn 23. ágúst kl. 07:00 á Íslenskum tíma. Hennar besti árangur er 71kg snatch, 90kg C&J og 161kg samanlagt.
Alma Hrönn Káradóttir keppir svo síðust Íslendinganna laugardaginn 26. Ágúst kl. 10:00 á Íslenskum tíma. Hennar besti árangur er 77kg snatch, 98kg C&J og 174kg samanlagt.
Þetta er gríðarlega sterkur hópur og gaman að við eigum svona fjölmennt lið á þessu móti.
Lyftingasamband Íslands óskar þeim alls hins besta á mótinu.