Haustmót Lyftingasambans Íslands og Ægir Gym í Ólympískum lyftingum verður haldið í húsnæði Ægis Gym, Hafnarbraut 8, Akranesi laugardaginn 30. september 2023.
Skráningu lýkur 16. september 2023 kl 23:59
(*Með fyrirvara um fjölda keppenda þá er stefnt að því að klára mótið að öllu leyti á laugardeginum)
Mótið er sinclair stigamót og 3 stigahæstu einstaklingarnir verðlaunaðir.
Afrek á results.is eru skráð í þann þyngdarflokk sem einstaklingurinn vigtast inní á mótinu, ekki þarf að ná vigt í þeim flokki sem keppandi skráir sig í.
Keppnisgjald er kr. 7500,- og greiðir félag keppenda til mótshaldara.
