Brynjar Logi hafnaði í 10. sæti af 12 keppendum í gríðarlega sterkum 89kg flokki í dag.

Hann átti ekki sinn besta dag og lyfti einungis opnunarþyngdunum bæði í snörun og jafnhendingu. Hann opnaði snörunina með öruggri 132kg lyftu, fór svo í 136 lyftu sem hann komst ekki almennilega undir og reyndi svo aftur við þá þyngd í síðustu snöruninni en náði ekki að halda henni.

Í jafnhendingunni hóf hann keppni á 155kg lyftu, þyngdi því næst í 160 kg, en einhver hreyfing var á vinstri olnboga og fékk hann eitt hvítt og tvö rauð ljós. Ingi veifaði chalenge kortinu, en eftir endurskoðun kviðdóms var lyftan dæmd ógild. Þeir félagar ákváðu engu að síður að hækka í 165kg og reyna þannig við nýtt íslandsmet í jafnhendingu. Brynjar tók öruggt clean og stóð nokkuð sannfærandi upp úr því. En þegar þangað var komið varð allt grátt, svo hann henti stönginni frá sér og niðurstaðan 132kg snörun, 155kg jafnhending og 187kg samanlagt sem eru 8kg undir hans besta árangri.

Við höfum samt trú að að hann eigi helling inni, eins og hann sýndi okkur á sumarmótinu með 138kg snörun.
En svo er líka gott að minnast þess að Evrópumeistaramót eru ekki bara það sem gerist á keppnispallinum.
Evrópumeistaramót er líka að fá risaknús frá Giorgi Asanidze, vera á upphitunarpalli við hliðina á Marin Robu eða sjá að frá því Antonino Pizzolato hitti þig síðast hefur hann fengið sér alveg eins klippingu.

Erna Héðinsdóttir móðir Brynjars, ritari lyftingasambandsins og starfsmaður á mótinu fékk svo þann heiður að veita verðlaun í 89kg flokkinum.

Gamanið er ekki alveg búið hjá Brynjari því í dag kom Erla Ágústsdóttir til Rúmeníu. Hún keppir 3. ágúst kl. 13:00 (10:00 á íslenskum tíma) og ætlar Brynjar að aðstoða Inga Gunnar og Erlu á keppnisdegi.
