Eygló með sögulega 100 kg snörun á IWF Grand Prix, Havana, Cubu

Eygló átti sögulega stund á IWF Grand Prix 1, Havana, Cubu í gær þegar hún snaraði 100 kg fyrst allra Íslenskra kvenna á móti.


Hún náði 120 kg í jafnhendingu og samanlögðum 220 kg sem einnig er Íslandsmet í samanlögðu.
Þessi árangur gerir hana að stigahæstu lyftingakonu Íslands frá upphafi með 269,56 sinclair stig.

Alls voru 26 keppendur í -71 kg flokki á mótinu, 14 á A riðli og 12 í B riðli.
Eygló keppti í B riðli. Þar átti hún bestan árangur keppenda í snörun, 100 kg og annan bestan árangur í jafnhendingu 120 kg á eftir Marcial Matias, DOM, sem lyfti 124 kg.

Eygló gekk virkilega vel í snörunar hlutanum. Hún opnaði með 94 kg, tók næst 97 kg og toppaði þetta með 100 kg Íslandsmeti í þriðju lyftu.

Í jafnhendingunni opnaði hún með 117 kg. Dómararnir gáfu henni tvö hvít og eitt rautt, en kviðdómur sneri dómnum í ógilda lyftu vegna hreyfingar í olgnboga. Hún tók því næst góða 120 kg lyftu og reyndi að lokum við 122 kg, stóð upp úr clean-inu en jerkið vildi ekki alveg upp í þetta sinn. En 120 kg gerðu 220 kg Íslandsmet í samanlögðu.
Keppni í B riðlið má sjá hér

Við tók bið eftir úrslitum A riðils til að sjá hver heildarúrslitin væru því ekki var mikill munur á mörgum keppendum A og B riðils m.v. entry total.
Keppni í A riðli má sjá hér

Eftur að A riðlinum lauk var ljóst að 7. sætið var Eyglóar en auk þess sem hún var í 6. sæti í snörun og 9. sæti í jafnhendingu.

Úrslit mótsins í heild má finna hér.

Fjölmiðlar gerðu afrekum Eyglóar góð skil og má finna fréttir í meðfygjandi linkum.
Íþróttafréttir RUV
ruv.is
mbl.is
dv.is



Færðu inn athugasemd