Á morgun 14. júní kl. 17:00 á Íslenskum tíma mun Eygló Fanndal Sturludóttir keppa á IWF Grand Prix I á Havana, Cubu.
Mótið er eitt af “Olympic qualifier” mótum IWF og mikilvægur liður í því ferli Eyglóar, landsliðsþjálfarans Inga Gunnars og Lyftingasambandsins að vinna henni inn keppnisrétt á Ólympíuleikunum.
Hún keppir í B-riðli ásamt 11 öðrum keppendum og hægt er að fylgjast með keppninni á youtoube rás IWF.

A-riðillinn keppir svo kl. 22:00 á Íslenskum tíma og þar eru 14 keppendur svo það er í raun ekki fyrr en eftir hann sem við vitum í hvaða sæti Eygló lendir.

Besti árangur Eyglóar í kílóum talið hingað til eru samanlögð 217 kg sem hún náði á Evrópumeistaramóti U23 í október á síðasta ári og varð með því Evrópumeistari.
Hún jafnaði svo þann árangur á Senior Evrópumeistaramóti á apríl síðastliðinn og varð þar í 6. Sæti.
Hennar besta snörun er 97 kg og besta jafnhending 121 kg og allt eru þetta Íslandsmet.
Við óskum Eygló alls hins besta á mótinu og hlökkum til að sjá hana lyfta á morgun.
