Dagskrá Evrópumeistaramótsins í Yerevan, Armeníu má finna á heimasíðu Evrópska lyftingasambandsins undir “Start book”.
318 keppendur taka þátt í mótinu að þessu sinni frá 40 löndum. 172 konur og 146 karlar.
Þuríður Erla Helgadóttir keppir þann 17.apríl kl. 14:00 á Armönskum / 10:00 á Íslenskum tíma í -59kg flokki. Alls eru 23 keppendur í flokknum í þremur keppnishópum og keppir Þuríður Erla í B hóp ásamt 6 öðrum, 11 eru í A hóp og 5 í C hóp.

Eygló Fanndal Sturludóttir keppir þann 19. apríl kl. 17:30 á Armönskum / 13:30 á Íslenskum tíma í -71kg flokki. Alls eru 22 keppendur í hennar flokki í tveimur hópum. Eygló keppir í A hóp en í honum eru samtals 10 keppendur. Með henni í hóp eru stórstjörnur á borð við Loredana Elena Toma frá Rúmeníu, Giulia Miserendino frá Ítalíu og Sarah Davis frá Bretlandi. Í B hópunum eru svo 12 keppendur kl. 11:30 á Armönskum / 7:30 á Íslenskum tíma þann 19. apríl.

Áfram Ísland!
