Eygló Fanndal og Helga Hlín varaformaður LSÍ mættu í síðdeigsútvarpið 2.Nóvember og töluðu um ólympískar lyftingar og sterkar íslenskar konur.
Hægt er að hlusta hér (byrjar á 47mín): https://www.ruv.is/utvarp/spila/siddegisutvarpid/23825/7h2id3
Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari unglinga í ólympískum lyftingum á Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fór í Durres í Albaníu á dögunum. Eygló Fanndal er fyrsti íslenski Evrópumeistarinn í ólympískum lyftingum í 50 ára sögu Lyftingasamband Íslands. Áhugi á lyftingum hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár og hefur konum í sportinu fjölgað hratt. Til að ræða aukinn áhuga og árangur íslenskra kvenna í íþróttinni fáum við til okkar á eftir Evrópumeistararnn Eygló Fanndal ásamt Helgu Hlín Hákonardóttur Evrópumeistara 2020 og heimsmeistara 2022 í sínum aldurs og þyngdarflokki.