
Allir keppendur, þjálfarar og starfsmenn Jólamótsins þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf í vigtun eða í komu á mótið á jólamótinu næsta Sunndag, 5. desember.
Hraðprófsstaðir:
- Heilbrigðisstofnanir í öllum heilbrigðisumdæmum (upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma eru á vef hverrar stofnunar).
- Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut 34
- BSÍ í Reykjavík
- Harpa í Reykjavík
- Kringlan í Reykjavík
- Kleppsmýrarvegi í Reykjavík
- Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ
- Við Háskólann á Akureyri (Borgir við Norðurslóð)
Minnum keppendur einnig á að mæta með sitt eigið kalk og eigin drykkjarföng, einnig eru keppendur beðnir um að sótthreinsa upphitunarstangir eftir sjálfa sig.
Allir starfsmenn og þjálfararmótsins þurfa að bera grímur.
Keppendur þurfa ekki að bera grímur á upphitunar- og keppnissvæði.