
Brynjar Logi Halldórsson (f. 2002) átti góðan keppnisdag í dag á Evrópumeistaramóti Junior (U20) í Rovaniemi í Finnlandi. EM U20 er fyrsta stórmótið sem Brynjar keppir á og snaraði hann 115 kg en því miður náði ekki upp seinni tveimur lyftunum. Landaði Brynjar svo 143 kg í jafnhendingu og setti þar með nýtt íslandsmet í 81 kg flokki pilta!
Brynjari vantar þá einungis 4 kg upp í U23 metið og ef pistla skirfandi þekkir Brynjar rétt og hann heldur áfram að klífa upp stigan þá verður það met slegið fyrir áramót. Heldur nú Brynjar öllum íslandsmetum í 81 kg flokki í U20, einu íslandsmeti í 89 kg flokki í U20 og einu íslandsmeti í 81 kg flokki í U23. Til hamingju með árangurinn Brynjar!
Nú er mótshluti Íslands á Evrópumeistaramóti U20 og U23 lokið
hægt er að sjá öll úrslit mótsins HÉR
