Katla Björk Ketilsdóttir á EM U23

Katla Björk Ketilsdóttir á upphitnuarsvæði á EM U23

Katla Björk Ketilsdóttir (f. 2000) átti frábæran keppnisdag í dag á Evrópumeistaramóti U23 í Rovaniemi í Finnlandi þar sem hún bætti árangur sinn í snörun um 3 kg á móti og jafnaði íslandsmetið með 83kg í seinustu snörun. Einnig náði hún 99 kg í jafnhendingu og bætti þann árangur sinn um 7kg sem skilaði sér í 182 kg í samanlögðu en er það nýtt íslandsmet í samanlögðu í 64 kg flokki U23 og Senior og persónuleg bæting um 10 kg í samanlögðum árangri á móti síðan á Sumarmóti LSÍ í júní síðastliðinn. Með þessum árangri náði Katla 240.28 Sinclair stigum og hefur því náð C lágmörkum á Heimsmeistaramóti Senior í Uzbekistan í desember!
Óskum við Kötlu innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur!

Þið getið séð mótshluta Kötlu á streymis síðu Finnska lyftingasambandsins HÉR

Katla Björk með 99 kg í jafnhendingu

Færðu inn athugasemd