
Þann 24. september síðastliðinn var Evrópumeistaramót (EM) Junior (U20) og U23 opnað en var það jólasveinninn sjálfur sem opnaði keppnina. Aldrei hefur Ísland átt eins marga keppendur á EM Junior og U23 en keppa þau Katla Björk Ketilsdóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir og Brynjar Logi Halldórsson. Ingi Gunnar Ólafsson fór sem þjálfari og Erna Héðinsdóttir dæmir á hverjum degi allt mótið. Erna Héðinsdóttir er ein af fáum Category 2 alþjóðadómurum landsins en stefnir hún á að taka Category 1 dómararéttindi seinna á árinu.
Þið getið fylgst með gang mála á Instagrami sambandsins HÉR
Ráslista mótsins getið þið séð HÉR
Þið getið horft á steymi keppninnar HÉR

Katla Björk Ketilsdóttir keppir mánudaginn 27. september kl: 14:00 á íslenskum tíma
Katla keppir í U23 í A hóp 64kg flokki kvenna með skráð 191 í Entry Total og er því smá villa í ráslistanum. Ef Katla er þyngst í sínum þyngarflokki, þá 64 kg slétt og nær 191 í samanlögðum árangri nær hún 247.96 Sinclair stigum en hafa einungis fjórar aðrar íslenskar konur náð hærri sinclair stigum en 241 stig á móti. Kötlu hefur farið mikið fram á æfingum síðast liðnu mánuði en keppti hún á Sumarmóti LSÍ á Selfossi til þess eins að ná lágmörkum á EM U23 og er því búin að stefna að mótinu í ágætis tíma. Katla hefur keppt í lyftingum frá því hún var 16 ára gömul eða í 5 ár og þó svo hún haldi ekki íslandsmeti í dag hefur hún set 84 íslandsmet á ferlinum. Hlökkum við mikið til að sjá hvernig fer á mótinu á morgun. Sér Ingi Gunnar Ólafsson um þjálfun Kötlu

Eygló Fanndal Sturludóttir keppir þriðjudaginn 28. september kl: 16:00 á íslenskum tíma
Eygló keppir í Junior í A hóp 71 kg flokki stúlkna með skráð 208 í Entry Total og er því smá villa í ráslistanum. Ef Eygló er þyngst í sínum þyngarflokki, þá 71 kg slétt og nær 208 í samanlögðum árangri nær hún 254.77 Sinclair stigum en hefur einungis ein önnur íslensk kona náð hærri sinclair stigum en það og það er Þuríður Erla Helgadóttir á HM 2017. Einnig má geta þess að Eygló er að stefna á hæsta samanlagðan árangur sem íslensk kona hefur tekið á móti en hæsti samanlagði árangur er nú 201kg. Eygló hefur keppt í lyftingum frá því hún var 17 ára eða frá 2018 og hefur sífellt farið fram. Tók hún sér árs pásu frá keppnum eftir jólamótið 2019 en kom sterk inn á Norðurlandamóti Youth og Junior 2020 og gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn þyngdarflokk. Í samanlögðum árangri á Norðurlandamótinu tók hún 169 kg, á Reykjavíkurleikunum mánuði seinna hækkaði hún sig um 5 kg og tók hún 174 kg í samanlögðu en í Mars á Íslandsmeistaramótinu nelgdi hún öllum lyftum upp og náði 188 kg í samanlögðu og þá búin að bæta sinn samanlagaðan árangur um 19 kg á undir 4 mánuðum. Nú hefur mikið vatn runnið til sjávar og Eygló ekki keppt síðan í Mars er því mikil tilhlökkun í fólki að sjá hverju hún nær á EM Junior og U23 á þriðjudag. Eygló heldur nú 10 íslandsmetum en hefur sett önnur átta. Ingi Gunnar Ólafsson sér um þjálfun Eyglóar.

Brynjar Logi Halldórsson keppir Fimmtudaginn 30. september kl: 6:00 á íslenskum tíma
Brynjar keppir í Junior í 81 kg flokki pilta með skráð 260kg í Entry Total og er því smá villa í ráslistanum. Vitum við ekki alveg hversu hátt Brynjar stefnir á mótinu en á hann best 122 kg í snörun í 81 kg flokki og 140 kg í jafnhendingu í 89 kg flokki eftir Haustmótið fyrr í September. Brynjar reyndi þó við 143 kg í jafnhendingu á Sumarmótinu á Selfossi í júní síðastliðinn en fékk hann hana þó ekki gilda mörgum áhorfendum til mikils ama. Spáir pistla skrifandi því að Brynjar taki þó íslenska jafnhendingarmetið í Junior á EM sem er 140 kg í dag og jafnvel spurning hversu hátt hann mun ná uppí U23 metið sem er 147kg. Á Brynjar nú þegar íslandsmetið í snörun í 81 kg flokki junior og U23. Brynjar Logi á alls ekki langan feril í lyftingum en keppti hann á sínu fyrsta móti í júlí í fyrra (2020) og hefur honum farið ótrúlega hratt fram. Á 11 mánuðum hefur Brynjar náð að hækka samanlagðan árangur sinn um 40 kg, heldur hann 5 íslandsmetum en hefur sett önnur þrjú og náð lágmarki á EM Junior. Dietmar Wolf og Erna Héðinsdóttir sjá um þjálfun Brynjars.
Keppendur fengu ný merkt landliðssinglet að gjöf frá Lyftingasamandinu fyrir mót.






