
Evrópumeistaramót Senior 2021 er haldið í Moskvu í Rússlandi dagana 3-11. apríl. Þar munu Amalía Ósk Sigurðardóttir í 64 kg flokki, Daníel Róbertsson í 89 kg flokki, Einar Ingi Jónsson í 73 kg flokki og Þuríður Erla Helgadóttir í 59 kg flokki taka þátt fyrir Íslands hönd en er það Hrund Scheving sem rekur lestina sem þjálfari. Allir eru komnir til Rússlands nema Daníel sem lendir þar 5. apríl en má fylgjast með þeim á Instagrami sambandsins sem og á instagrami keppenda og þjálfara. Mótinu verður streymt af heimasíðu Evrópusambandsins en einnig er hægt að fylgjast með beinum vefúrslitum. Hlekkir hér fyrir neðan með dagskrá og keppendalista, streymi og vefúrslitum.
DAGSKRÁ OG KEPPENDALISTI
Íslenskur tími
59B 5. apríl Þuríður Erla Helgadóttir 7:00
64B 6. apríl Amalía Ósk Sigurðardóttir 7:00
73B 6. apríl Einar Ingi Jónsson 10:00
89B 8. apríl Daníel Róbertsson 8:30
Gætirðu vinsamlegast skrifað oftar á þetta blogg? Vegna þess að mér líkar það!