Í gær lauk seinni keppnisdegi Norðurlandamótsins í Ólympískum lyftingum. Mótið var tekið upp í húsnæði Lyftingafélags Reykjavíkur í Crossfit Reykjavík um helgina og streymt í gegnum miðla Norska landsambandsins en lyftur hvers keppenda voru teknar upp í þeirra heimalandi. Var þetta í fyrsta sinn sem Norðurlandamótið er haldið með þessu sniði en voru engir áhorfendur og voru einungis hafðir lágmarks starfsmenn á mótinu.
Alls kepptu níu íslendingar yfir tvo daga, þar af fjórar konur og fimm karlar. Fjórir keppendur lentu á verðlaunapalli. Birta Líf Þórarinsdóttir lenti í 2. sæti í -76 kg flokki með 203,4 Sinclair stig. Sigurður Darri Rafnsson lenti í 2. sæti í -81 kg flokki með 311,5 Sinclair stig, Árni Rúnar Baldursson lenti í 3. sæti í -81 kg flokki með 294 Sinclair stig og Birkir Örn Jónsson lenti í 3. sæti í -89 kg flokki með 323,9 Sinclair stig. Úrslit mótisins eru að finna á úrslita og meta síðu Lyftingasambandsins á results.lsi.is.
Þökkum við starfsmönnum mótsins kæralega fyrir sitt framlag og keppendum öllum fyrir frábært mót.


Íslandsmet
Sett voru fimm íslandsmet á mótinu með þremur lyftum.

Sigurður Darri Rafnsson (f.1998) setti íslandsmet í -81kg flokki karla bæði í U23 og í fullorðinsflokki með 120 kg snörun.

Birta Líf Þórarinsdóttir (f.2002) setti íslandsmet í -76kg flokki kvenna í U20 og U23 með 93 kg í jafnhendingu.

Alma Hrönn Káradóttir (f.1984) setti íslandsmet í -71kg flokki kvenna í Masters 35 flokki með 98 kg í jafnhendingu.
