
Lyftingasamband Íslands fékk 3.800.000 ISK úthlutuðum úr afrekssjóði ÍSÍ nú í dag, og er það um tvöföldun á styrkjum síðustu tveggja ára. LSÍ fékk hæsta styrk allra C-sambanda og blæs þessi styrkur sambandinu byr undir báða vængi en töluverð aukning hefur orðið í umfangi sambandsins síðustu ár eins og sjá má á grafinu hér að ofan.
Frekari upplýsingar um styrkveitinguna má lesa á heimasíðu ÍSÍ:http://www.isi.is/frettir/frett/2020/02/10/ISI-uthlutar-taeplega-462-m.kr.-i-afreksstyrki-/