Birna Aradóttir bætti sinn besta árangur um 3kg í samanlögðu þegar hún snaraði 81kg og jafnhenti 94kg á Evrópumeistaramóti Unglinga 20 ára og yngri í dag. Jafnhendinging og samanlagður árangur 175kg voru ný íslandsmet í flokki 20 ára og yngri og 23 ára og yngri.

Þessi árangur dugði henni í 14.sæti af 16 keppendum í -64kg flokki kvenna. En Birna hefur bæði keppt í -59kg flokk og -64kg flokk kvenna.
Hægt er að horfa á hópinn sem Birna keppti í hér: https://www.youtube.com/watch?v=ccOtlQQUrTY
Einar Ingi Jónsson keppir í flokki -71kg karla 23 ára og yngri á morgun 23.Október
Við hvetjum áhugasama til að fylgjast með instagram fyrir nýjustu upplýsingar