Dagana 6-13.apríl var Evrópumót Senior haldið í Batumi í Georgiu. Ísland sendi 2 fulltrúa á mótið þau Þuríði Erlu Helgadóttir og Einar Inga Jónsson, með þeim fór svo sem keppnisþjálfari Ingi Gunnar Ólafsson

Þuríður Erla keppti 8.apríl þar bætti hún persónulegt met sitt í snörun og snaraði 87kg en hún var aðeins undir sínu best í jafnhendingu en skilaði þó 102kg, frábær árangur hjá henni.
Einar Ingi keppti 10.apríl en hann snaraði 115kg og jafnhenti 147kg, sem er aðeins undir hans besta árangri.