Á dögunum voru veitt verðlaun fyrir ungmenni ársins árið 2018

Ungmenni ársins (kvennaflokkur)
Birna Aradóttir (f. 1999), Lyftingafélagi Reykjavíkur er ungmenni ársins í kvennaflokki. Birna keppti á sex mótum á árinu, hún hóf árið með keppni á RIG þar sem hún endaði í 4.sæti. Hún varð íslandsmeistari í -63kg flokki þar sem hún lyfti 80kg í snörun og 90kg í jafnhendingu. Hún keppti einnig á alþjóðlegu móti í Ísrael þar sem hún lyfti sömu þyngdum og á íslandsmótinu og varð önnur stigahæst. Hún féll úr keppni á norðurlandamóti unglinga en kom sterk til baka á Evrópumeistaramóti Unglinga 20 ára og yngri þar sem hún snaraði nýju íslandsmeti unglinga 81kg og jafnhenti 88kg sem dugði henni í 11.sæti í snörun og 14.sæti í samanlögðu.
Yfirlit yfir árangur Birnu: http://results.lsi.is/lifter/birna-aradottir
Ungmenni ársins (karlaflokkur)
Axel Máni Hilmarsson (f. 1999), Lyftingafélagi Reykjavíkur er ungmenni ársins í karlaflokki. Axel Máni var eina ungmennið 20 ára og yngri sem náði yfir 300 Sinclair stigum á árinu en það gerði hann þegar hann varð í 4.sæti á Norðurlandameistaramóti Unglinga í Finnlandi í -85kg flokk aðeins 1kg frá bronsverðlaunum. Hann snaraði 113kg og jafnhenti 135kg á norðurlandameistaramótinu. Hann varð einnig íslandsmeistari unglinga í -85kg flokk.
Yfirlit yfir árangur Axel Mána: http://results.lsi.is/lifter/axel-mani-hilmarsson
Einnig var Lyftingafélagi Reykjavíkur veittur Liðabikarinn 2018, en LFR var stigahæðst félagsliða árið 2018.
Óskum við þeim öllum til hamingju