4 Keppendur kepptu fyrir Íslandshönd á HM masters í Barcelona vikuna 20-24.september en það voru þau Erna Héðinsdóttir, Gísli Kristjánsson, Svanhildur Nanna og Hrund Scheving.
Árangurinn var vægast sagt frábær og mótið alveg til fyrirmyndar bæði hvað varðar aðstöðu fyrir keppendur og áhorfendur.
Við eignuðumst tvo heimsmeistara á mótinu en Gísli varð heimsmeistari í flokki 50-54.ára í -105kg flokki og Hrund Scheving varð heimsmeistari í flokki 40 ára í -69 kg flokki.
Svanhildur Nanna varð í 3 sæti í flokki 40 ára í -58kg flokki og Erna Héðinsdóttir varð í 4.stæti í flokki 40 ára í -75kg flokki.
Gísli lyfti 133 kg í snörun og 140 kg í jafnhendingu og hlaut 297,71 sinclair stig
Hrund lyfti 78 kg í snörun og 94 kg i jafnhendingu og hlaut 218,68 sinclair stig
Svanhildur lyfti 63 kg í snörun og 76 kg í jafnhendingu og hlaut 192,59 sinclair stig
Erna Héðinsdóttir lyfti 63 kg í snörun og 77 kg í jafnhendingu og hlaut 167.25 sinclair stig
Öll úrslit má sjá hérna:
https://www.weightliftinglh2018.com/en/results/