Minnum á lyftingaþingið á Laugardaginn, þar sem fram fer kjör til stjórnar LSÍ og lagðar eru fram lagabreytingar, ársreikningarsambandsins, afreksstefna og annað sem viðkemur starfi LSÍ.Þingið hefst klukkan 10:00.
Undirritaður formaður gefur ekki kost á sér til formennsku þar sem hann er að flytja erlendis.
Ég vil hvetja félög og félaga til að fjölmenna á þingið, ég minni á lög sambandsins þar sem segir í 10.grein að starfssvið stjórnar LSÍ er að framkvæma ályktanir lyftingaþings.
Dagskrá lyftingaþings samkvæmt lögum LSÍ er eftirfarandi:
1) Þingsetning.
2) Kosin kjörbréfanefnd 3ja manna.
3) Kosning fyrsta og annars þingforseta og tveggja þingritara.
4) Kosnar nefndir þingsins:
a) Fjárhagsnefnd.
b) Laga- og leikreglnaefnd
c) Allsherjarnefnd.
d) Kjörnefnd.
Nefndir þessar eru skipaðar 3 mönnum hver
5) Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína
6) Gjaldkeri leggur fram, endurskoða reikninga sambandsins til samþykktar.
7) Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
8) Lagðar fram laga- og leikreglnabreytingar þær, sem fram hafa komið.
9) Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnarinnar, svo og önnur mál er þingið vill ræða.
ÞINGHLÉ
10) Nefndarálit og tillögur og atkvæðagreiðsla um þær.
11) Ákveðið gjald ævifélaga
12) Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á Íþróttaþing.
a) Formaður.
b) 1-2 úr fráfarandi stjórn.
c) 2-3 meðstjórnendur.
d) 4 varamenn.
e) 2 skoðunarmenn,
f) Fulltrúi Íþróttaþing.
13) Kosinn formaður dómaranefndar.
14) Önnur mál.
15) Þingfundargerðir lesnar og staðfestar.
16) Þingslit.