Íslandsmótið 2018 fór fram laugardaginn 17.Febrúar í íþróttahúsinu Varmá í umsjón Lyftingafélag Kópavogs og Lyftingafélags Mosfellsbæjar og var öll mótsumgjörð til fyrirmyndar.
Öll úrslit má sjá hér http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-2018
Birna Aradóttir (LFR) átti frábært mót og bætti íslandsmet í U20 bæði í snörun og jafnhendingu, en hún snaraði 80 kg og jafnhenti 90 kg og endaði hún mótið með 231 sinclair stig og varð stigahæst kvenna. Þess má geta að norðurlandametin í snörun í flokki 20 ára og yngri eru 78kg í -58kg flokk og 82kg í -63kg flokk. Birna lyfti því yfir metinu í -58kg flokk en hún vigtaðist um 59kg inn í mótið.
Bjarmi Hreinsson (LFR) varð stigahæstur karla þegar hann snaraði 131kg og jafnhenti síðan nýju íslandsmeti karla í -94kg flokk 161kg og á Bjarmi þá öll þrjú metin í flokknum en metið í snörun og samanlögðu setti hann á RIG í lok Janúar. Bjarmi reyndi við 140kg í snörun og 170kg í jafnhendingu í þriðju tilraununum sínum.
Lyftingafélag Kópavogs (LFK) varð íslandsmeistari liða, en í fyrsta sinn var afhentur bikar fyrir besta liðið.
Liðakeppni
| # | Félag | Stig | Niðurbrot stiga |
|---|---|---|---|
| 1 | LFK | 47 | 7 + 7 + 5 + 5 + 5 + 5 + 4 + 4 + 3 + 2 |
| 2 | LFR | 40 | 7 + 7 + 7 + 7 + 5 + 5 + 2 |
| 3 | LFG | 27 | 7 + 7 + 7 + 3 + 2 + 1 |
| 4 | LFH | 16 | 7 + 5 + 4 |
| 5 | UMFN | 13 | 5 + 4 + 4 |
| 6 | Ármann | 7 | 7 |
| 7 | Hengill | 3 | 3 |
Önnur met sem sett voru á mótinu voru öldungamet hjá Hrund Scheving í flokki 35-39 ára og 40-44ára en þyngsta jafnhendingin hennar var yfir heimsmeti í masters flokki 40-44ára en skráð met er 92.5kg.
Rökkvi Guðnason tvíbætti íslandsmetin í flokki -62kg karla 15 ára og yngri þegar hann snaraði 63kg og 66kg, hann jafnhenti síðan 80kg og 83kg.
Frábær umfjöllun stöðvar 2 um mótið: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVB73BC90A-9897-45C1-B275-37F0BAE3B3CD
Svipmyndir frá mótinu má sjá hér að neðan:
https://www.instagram.com/p/BfWsoy6lM5v/?hl=en&taken-by=danielgudmundsson