Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN) setti tvöfalt norðurlandamet í -58kg flokki 17 ára og yngri á Jólamótinu um nýliðna helgi. Katla snaraði 74kg í annari tilraun og 75kg í þriðju tilraun. Frábært hjá Kötlu sem átti fyrir metið í -63kg flokki.
Hin sænska Filippa Ferm keppti sama dag og Katla nokkrum klukkutímum seinna og lyfti einnig 74kg í snörun í sama þyngdar og aldursflokki en hún lyfti líka 88kg í jafnhendingu. Filippa fær því jafnhendingarmetið og metið í samanlögðu en Katla heldur metinu í snörun svo það marg borgaði sig að hafa hækkað um 1kg í loka tilraun.