Dagur 2 á HM: Björk fer á kostum

Björk Óðinsdóttir sýndi mikla keppnishörku í fjölmennri B-grúppu í -63kg flokk kvenna sem var að ljúka. Hún setti íslandsmet í snörun þegar hún snaraði 85kg í annari tilraun og tvíbætti síðan metið í jafnhendingu þegar hún lyfti 106kg í fyrstu tilraun og 109kg í annari, Björk reyndi síðan við 112kg í þriðju tilraun og sat undir þeirri þyngd en það hefði verið þyngsta jafnhending íslenskrar konu frá upphafi. Hún endaði í 7.sæti af 12 keppendum en hún var með lægsta „entry total“ inn í mótið og er árangurinn því stórgóður.

Færðu inn athugasemd