Þuríður frábær á HM

Þuríður Erla Helgadóttir náði frábærum árangri í -58kg flokki á heimsmeistaramótinu í lyftinum en hún lauk keppni fyrr í kvöld. Þuríður fór með allar lyftur í gegn og lyfti seríunni 79kg-83kg-86kg í snörun og í jafnhendingu 97kg-103kg-108kg og bætti bæði metið í snörun um 5kg og jafnhendingu um 4kg en hún átti bæði metin.

Árangurinn dugði Þurí í 2.sætið í B-grúppunni af 7 keppendum sem náðu vigtun og eiga 11 keppendur eftir að hefja keppni í A-grúppu svo Þuríður er örugg í 13.sæti. Nokkrar hrókeringar voru í þyngdarflokknum en upphaflega voru 24 keppendur skráðir í -58kg flokkinn og minnst einn keppandi náði ekki vigt í B-gŕuppuna í dag.

Sjá umfjöllun MBL: http://www.mbl.is/sport/frettir/2017/11/29/thuridur_for_mikinn_i_kaliforniu/

Sjá má hennar bestu lyftur hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/BcGMMsjgAQB/?hl=en&taken-by=crossfitgames

Færðu inn athugasemd