Þuríður Erla Helgadóttir keppir fyrst íslensku keppendana í dag en hægt er að nálgast upplýsingar um keppnina hér: http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2017/11/StartBook_Anaheim.pdf
LIVE STREAM: https://www.teamusa.org/usa-weightlifting/live
Við munum birta úrslit eins fljótt og auðið er í gagnagrunni sambandsins: http://results.lsi.is/meet/heimsmeistaramot-iwf-2017
Fyrir aðrar upplýsingar mælum við með heimasíðu mótshaldara: https://www.teamusa.org/USA-Weightlifting/2017-IWF-WWC-Anaheim
—
Þuríður Erla keppir í dag (29.11.2017) klukkan 10:55 á staðartíma (18:55) á íslenskum tíma. Þuríður keppir í B-grúppu og eru þrír keppendur með hærra entry total en Þuríður á góða möguleika að vera í baráttunni með efstu sætin í hópnum.

Björk Óðinsdóttir er næst íslensku keppendanna en hún keppir á morgun (30.11.2017) klukkan 13:55 á staðartíma (21:55) á íslenskum tíma. Björk keppir í B-grúppu í -63kg flokk kvenna og er þetta hennar fyrsta stórmót í ólympískum lyftingum.

Að lokum keppa Sólveig Sigurðardóttir og Aníta Líf Aradóttir á föstudaginn (1.12.2017) klukkan 10:55 á staðartíma (18:55) á íslenskum tíma í B-hóp -69kg flokk en þær eru einnig eins og Björk að keppa í fyrsta sinn á stórmóti í ólympískum lyftingum en Aníta er ríkjandi norðurlandameistari í -69kg flokk þegar hún snaraði 80kg og jafnhenti 109kg í September.
