Breytingar fyrir Tokyo 2020

Sérstök íþróttanefnd alþjóðalyftingasambandsins IWF (e. Sports Program Commission) skilaði áliti sýnu varðandi breytingu á kerfi fyrir ólympískar lyftingar nú um nýliðna helgi (11.-13. Nóvember).

Breytingarnar sem þau leggja til verða lagðar fyrir stjórn sambandsins til samþykktar nú í lok mánaðarins 25.-26. Nóvember á HM í Anaheim.

  • Stytting á tímabili sem gildir til þátttöku fyrir Tokyo 2020 (e. olympic qualification period) niður í 18 mánuði, 2 heimsmeistaramót 2018 og 2019 (áður 24 mánuðir).
  • Keppendur þurfa að keppa reglulega á þessu 18 mánaða tímabili, óstaðfest tala er minnst sex sinnum (áður tvisvar sinnum).
  • Keppt verður í 7 þyngdarflokkum hjá körlum og konum (áður 8 hjá körlum og 7 hjá konum).
  • Hámark 14 keppendur í hverjum þyngdarflokk af hvoru kyni bara A grúppa (áður raðað í A og B grúppur).
  • Hámark 4 keppendur af hvoru kyni frá hverju landi (áður hámark 6 karlar og 4 konur).
  • Hámark 1 keppandi frá hverju landi í hvern þyngdarflokk (áður 2 keppendur hámark).
  • Líklega verða þyngdarflokkabreytingar í öllum flokkum karla og kvenna, SPC nefndin vinnur áfram að þeirri breytingu. Mögulega verða sér þyngdarflokkar bara á ólympíuleikum en IWF þyngdarflokkar á öðrum mótum. Óstaðfest
  • SPC nefndin vinnur að breytingum til að gera lyftingar enn áhorfsvænni.

 

Sjá tilkynningu IWF: http://www.iwf.net/2017/11/14/iwf-sport-programme-commission-recommends-changes-to-tokyo-2020-weightlifting-programme/

Sjá tilkynningu insidethegames: https://www.insidethegames.biz/articles/1057930/weightlifting-set-to-adopt-new-qualification-system-for-tokyo-2020-based-on-form

Færðu inn athugasemd