NM Unglinga: Úrslit dagur 2

Þrír íslenskir keppendur voru meðal þeirra 24 sem kepptu á lokadegi NM U17 og U20 sem fram fór í Pori Finnlandi. Úrslit keppanda frá fyrri deginum má lesa í færslunni hér að neðan.

Heildarúrslit: http://results.lsi.is/meet/nordic-junioryouth-championship-ntf-2017

Arnór Gauti Haraldsson (f.1998) átti stórgott mót, hann snaraði seríuna 115kg-120kg-125kg í -85kg flokki og var síðasta lyftan bæting á U20 meti Guðmundar Högna Hilmarssonar sett árið 2015 á NM unglinga (124kg). Arnór jafnhenti síðan 142kg eftir að hafa fengið opnunarlyftuna 140kg ógilda. Lokatilraunin var síðan 151kg sem hefði verið nýtt íslandsmet unglinga en það fór ekki upp og annað sætið var staðreynd í flokknum á eftir hinum norska Eskil Andersen sem snaraði nýju persónulegu meti 129kg og jafnhenti 150kg áður en hann reyndi tvisvar við 165kg. Arnór bætti sinn besta árangur um 9kg og tryggði sig líklegast inn á RIG 2018. Hann varð einnig þriðji stigahæsti karl keppandinn á mótinu af 42 keppendum.

Guðmundur Ólason (f.1997) keppti í sama flokk og fór með allar lyftur í gegn 105kg í snörun og 135kg í jafnhendingu þyngst. Fjórum kílóum á eftir brons sætinu, tveir svíar kepptu í flokknum en báðir duttu þeir út í snörun.

23030925_1538657666222744_1181414272_o

f.v. Magnus Osterman (DEN), Omed Alam (DEN), Jón Kaldalóns Björnsson (ISL)

Jón Kaldalóns Björnsson (f.1999) hefur átt betri dag en hann lenti í þriðja sæti í sterkum -77kg flokk þar sem stigahæsti maður mótsins sigraði; Omed Alam frá Danmörku. Jón náði aðeins að lyfta opnunarlyftunum sínum 97kg í snörun og 117kg í jafnhendingu. Hann átti góðar tilraunir við 102kg og 104kg í snörun. Hann reyndi við 125kg og 133kg í jafnhendingu og hefði verið í bullandi baráttu við silfrið á góðum degi. Jón er á fyrsta ári í flokki 20 ára og yngri.

 

Færðu inn athugasemd