NM Unglinga: Úrslit Dagur 1

Um 60 keppendur luku keppni á NM unglinga í dag og eru úrslit komin inn í afreksgagnagrunn sambandsins: http://results.lsi.is/meet/nordic-junioryouth-championship-ntf-2017

Einnig má nálgast upptöku af mótinu hér: https://livestream.com/NVF/events/7872618

Úrslit frá mótshöldurum: https://painonnosto.fi/artikkeli/2017-10-28-nordic-weightlifting-championships-youth-junior-2017-results

Ísland eignaðist tvo norðurlandameistara í dag, Katla Björk Ketilsdóttir (f.2000) vann -63kg flokk 17 ára og yngri kvenna snaraði 73kg og jafnhenti 85kg og vann sinn flokk með 8kg. Hrafnhildur Finnbogadóttir (f.2000) varð þriðja í sama flokk.

Birta Hafþórsdóttir (f.1998) vann síðan -75kg flokk 20 ára og yngri með því að snara 76kg og jafnhenda 90kg, og lyfti hún fjórum kílóum meira en næsti keppandi.

Birna Aradóttir (f.1999) átti frábært mót og vann silfurverðlaun í -63kg flokki kvenna 20 ára og yngri og þurfti hin sænska Daniella Gehrman að lyfta 1kg meira en Birna til að hafa sigur af hólmi. Birna bætti sig um fjögur kíló í jafnhendingu þegar hún lyfti 87kg sem hún power cleanaði óvænt! Hún snaraði 75kg og var árangur hennar fjórði stigahæsti árangur 38 kvenn keppenda á mótinu og sá stigahæsti meðal íslendinganna. Frábær innkoma en Birna á tvö næstu ár eftir í flokki 20 ára og yngri og má gera ráð fyrir harðri keppni milli hennar og Kötlu Bjarkar á næstu árum.

Thelma Hrund Helgadóttir (f.1997) varð fimmta í sama þyngdarflokki.

Í -69kg flokki kvenna 20 ára og yngri varð Margrét Þórhildur Jónsdóttir (f.1997) fyrir því óláni að falla úr keppni í jafnhendingu eftir að hafa snarað 63kg.

Matthías Abel Einarsson (f.2000) varð í fimmta sæti í -62kg flokk karla en hann snaraði 67kg og jafnhenti 87kg.

brynjar_brons

Brynjar Ari Magnússon (f.2004) varð þriðji í -77kg flokki karla og setti nýtt íslandsmet í snörun 83kg í flokki 15 ára og yngri í annari tilraun og reyndi við 88kg í síðustu tilraun. Brynjar jafnhenti 95kg og var einnig yngsti keppandi mótsins.

veigar_silfur

Veigar Ágúst Hafþórsson (f.2000) vann síðan silfurverðlaun í flokki -94kg karla 17 ára og yngri þegar hann snaraði 95kg og klikkaði tvisvar sinnum á 101kg, hann jafnhenti síðan 120kg.

 

Færðu inn athugasemd