Nýtt met í kvenna flokki 35-39 ára

Karen Rós Sæmundsdóttir sem búsett er í Noregi keppti í fyrsta sinn í lyftingum þar í landi á norska svæðismeistaramótinu og bætti hún metin í flokki kvenna 35-39ára í  -63kg þyngdarflokki með því að snara 70kg og jafnhenda 90kg. Áður voru metin í eigu Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur sett árið 2013.

Tristan Andri Karenarson (15 ára) keppti líka á sýnu fyrsta móti en hann snaraði 69kg og jafnhenti 83kg en hann vigtaðist aðeins 69,10kg í -77kg flokkinn. Metin í flokki 15 ára og yngri í -69kg flokk er 73kg í snörun í eigu Brynjars Ara Magnússonar (13 ára) og 90kg í eigu Guðmundar Högna Hilmarssonar frá 2011 svo Tristan heggur nokkuð nærri þeim.

http://results.lsi.is/meet/norska-svaedismeistaramotid-2017

Færðu inn athugasemd